Sýning á sögu reiðhjóla í Tjarnarsal

Hjólaborgin

Gamalt og fallegt, rautt reiðhjól.

Fjölmargir gripir úr sögu reiðhjóla á Íslandi eru nú til sýnis í Tjarnasal Ráðhússins frá kl. mánudeginum 16. september fram á sunnudag 22. september. Þetta er viðburður í tilefni af Evrópskri samgönguviku 2024.

Sýningin er opin til 18 á daginn í Ráðhúsinu til lokadags 22. september. Á sýningunni er breitt úrval af öðruvísi og áhugaverðum reiðhjólum frá ýmsum tímum. Hvert hjól er merkt með upplýsingum.

Aðgangur er ókeypis og gestir eru hvattir til að koma hjólandi, gangandi eða í strætó til að skoða sýninguna. 

Gestir geta lagt hjólum sínum við innganga hússins eða í bílakjallara undir húsinu. 

Reiðhjólabændur hafa útvegað reiðhjólin og sett upp sýninguna í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Auk áhugaverðra reiðhjóla verða  myndasýningar af hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu á tjaldi og sýning sem Vegagerðin býður uppá á spjöldum.