Svifryksmælingar í Reykjavík fyrsta dag ársins 2023

Hlutfall fínasta svifryksins var hátt en það er mun hættulegra heilsu en stærri agnirnar. Arctic Images/Ragnar Th.
Flugeldar og svifryk

Síðustu klukkustundir ársins 2022 og fyrstu klukkustundir 2023 einkenndust meðal annars af svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu. Vegna veðuraðstæðna var ástandið þó með betra móti. Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk á sólarhring fyrir PM 10 (10 míkrógrömm að stærð) miðast við 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Hátt hlutfall fínasta svifryksins

Svifrykið sem myndast þegar flugeldum er skotið upp er fíngerðara en umferðartengt svifryk og hlutfall smæstu agnanna, PM 2,5 og PM1 hærri.  Þær agnir fara lengra niður í lungu og eiga greiðari aðgang inn í blóðrásina. Af þeim orsökum er fínasta svifrykið mun hættulegra heilsu en stærri agnirnar. Áberandi var hve hátt hlutfall fínasta svifrykið var af því svifryki sem mældist á gamlárskvöld og nýársnótt.

Í töflum hér að neðan er sólarhringsmeðaltal svifryks í loftgæðamælistöðvum í Reykjavík 1. janúar 2022 og styrkur fyrstu klukkustundar ársins í öllum mælistöðvum auk upplýsinga um hæstu gildi sem mældust í hverjum stærðarflokki svifryks frá 31. desember 2022 – 1. janúar 2023. Þá er tafla yfir styrk svifryks fyrstu klukkustund ársins á Grensásvegi frá 2011.

 

Mælistöð

Sólarhringur: PM 10 Míkrógrömm

á rúmmetra

Sólarhringur: PM2,5

Míkrógrömm

á rúmmetra

Grensás

20,2

-

Mælistöð Faxaflóahafna í Laugarnesi

4,8

2,2

Farstöð I Vesturbæjarlaug

7,8

4,8

Farstöð II Leikskólinn Lundur

4,9

2,2

 

Í töflu hér að neðan má sjá styrk svifryks við Grensás fyrstu klst. ársins frá árinu 2012

 

 

Ár

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

Styrkur svifryks við Grensásveg

362

49

653

317

985

1.457

1.451

363

215

245

475

1.014

 

 

PM10:

Mælistöð

Kl. 00-01: Míkrógrömm á rúmmetra

Grensás

362

Farstöð I Vesturbæjarlaug

72,8

Farstöð II Leikskólinn Lundur

17,4

Mælistöð Faxaflóahafna í Laugarnesi

5,6

Hæstu gildi 31. desember – 1. janúar:

Grensás – 362 01.00 1. janúar

Farstöð I - 72,8 01.00 1. janúar

Farstöð II – 52,0 kl. 00.00 1. janúar

Mælistöð Laugarnesi – 29,9 kl. 23.00 31. desember.

 

PM 2,5

Mælistöð

Kl. 00-01: Míkrógrömm á rúmmetra

Farstöð I Vesturbæjarlaug

62,0

Farstöð II Leikskólinn Lundur

13,9

Mælistöð Faxaflóahafna í Laugarnesi

2,9

Farstöð I – 01.00 1. janúar

Farstöð II – 43,8 kl. 00.00 1. janúar

Mælistöð Laugarnesi – 22,4 kl. 23.00 31. desember.

 

PM 1:

Mælistöð

Kl. 00-01: Míkrógrömm á rúmmetra

Farstöð I Vesturbæjarlaug

60,0

Farstöð II Leikskólinn Lundur

12,0

Mælistöð Faxaflóahafna í Laugarnesi

2,9

Farstöð I – 60 kl. 01.00 1. janúar

Farstöð II – 42,6 kl. 00.00 1. janúar

Mælistöð Laugarnesi – 22,4 kl. 23.00 31. desember.