No translated content text
Uppfærsla klukkan 11.34, 20. desember.
Eftir samráð við Veitur er ljóst að ekki verður hægt að opna sundlaugarnar í Reykjavík eða Ylströndina í dag þar sem enn er unnið að því að ná upp fullum vatnsforða eftir bilun í Hellisheiðarvirkjun. Staðan verður metin aftur klukkan 16 varðandi opnun á morgun, miðvikudaginn 21. desember, en vonast er til að hægt verði að opna laugarnar að einhverju leyti eða að fullu í fyrramálið.
Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun er nauðsynlegt að loka öllum sundlaugum Reykjavíkurborgar og Ylströnd í dag. Viðgerð er þegar hafin og vonast er til að hægt verði að opna aftur á morgun.
Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er engin framleiðsla á heitu vatni í Hellisheiðarvirkjun sem stendur. Því er heildarframleiðslugeta á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins skert um að minnsta kosti 20%. Teymi frá Orku Náttúrunnar er á staðnum og er vonast til að hægt verði að klára viðgerð í dag.
Gestir sundlauganna eru beðnir um að sýna því skilning að forgangsröðun á heitavatnsþjónustu við þessar aðstæður er til heimila og grunnþjónustu.