Sundlauganótt 2023 - Zumba, sirkus og stuð
Sundlauganótt verður haldin 4. febrúar eftir tveggja ára hlé. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taka þátt og verða alls ellefu sundlaugar opnar og er aðgangur ókeypis.
Uppákomur verða af margvíslegum toga og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund. Zumba, slökun, diskó, vatnaboltar, sjóaraslagarar og margt fleira skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.
Ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi og gestir eru hvattir til að slaka á og njóta stundarinnar. Sundlaugarnar í Reykjavík verða opnar frá 17.00 til 22.00.
Þessar laugar taka þátt í Sundlauganótt:
- Laugardalslaug
- Vesturbæjarlaug
- Sundhöll Reykjavíkur
- Breiðholtslaug
- Grafarvogslaug
- Dalslaug
- Árbæjarlaug
- Salalaug
- Seltjarnarneslaug
- Ásgarðslaug
- Ásvallalaug
Allar nánari upplýsingar um dagskrá Vetrarhátíðar má nálgast á vetrarhatid.is