Sumarsmiðjur kennara

Skóli og frístund

""

Fjölbreytt námskeið eru í boði fyrir grunnskólakennara í sumarsmiðjum sem haldnar verða dagana 12. - 13. ágúst næstkomandi. Síðasti skráningardagur er 23. júní næstkomandi.

Þetta árið verða sumarsmiðjur fyrir gunnskólakennara haldnar í Háteigsskóla, á Menntavísindasviði HÍ, í Mixtúru, Miðstöð útivistar og útináms í Gufunesbæ og Laugardalslaug. Þátttökugjaldi er stillt í hóf og í boði eru námskeið sem henta flestum grunnskólakennurum þvert á fög og aldur nemenda.

Leikum af list

Lýsing: Áhersla á listir, sköpun, tjáningu og samskipti er mikilvægur þáttur bæði í aðalnámskrá og menntastefnu Reykjavíkur. Í aðalnámskrá segir: Listsköpun opnar einstaklingum fjölbreyttar leiðir til að vinna með hugmyndir, varpa fram spurningum, endurspegla og túlka eigin reynslu og annarra. Þannig þroska nemendur hæfileika sinn og getu til að vega og meta gjörðir sínar og umhverfi með gagnrýnum hætti.

Markmiðið: Að kynna fyrir kennurum fjölbreyttar aðferðir og gefa þeim tækifæri til að tengjast og kynnast öðrum kennurum í sömu sporum.
Kennari: Rannveig Björk Þorkelsdóttir, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Hvar: Skipholt 37, stofa L-303, leiklistarstofa á 3. hæð
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-12:00

Heimsmarkmiðin í textíl - Að spara sporin

Lýsing: Haldinn verður fyrirlestur um fatasóun og ábyrga neyslu og hvernig hægt er að nýta þekkingu í textíl til að koma í veg fyrir óþarfa sóun á fatnaði og öðrum textílefnum. Þátttakendur vinna 50x50 cm efnisbút sem þeir breyta með ýmsum einföldum þrykkaðferðum í hönnunarstykki sem nota má í púða eða mynd. Markmiðið er að finna ónotuðum eða lítið notuðum textílefnum nýjan farveg og áframhaldandi líf og spara þannig sporin.

Markmið: Að kynna fyrir þátttakendum aðferðir til að nýta þekkingu á texíl til að skapa aukna meðvitund um endurnýtingu og koma í veg fyrir fatasóun.
Efnisgjald: 500 kr.
Kennari: Ásdís Ósk Jóelsdóttir, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Hvenær: 12. ágúst kl. 12:30-16:00
Hvar: Skipholt 37, stofa LS-108, textílstofa á 1. hæð.

Sjálfsefling og félagsfærni út frá jákvæðri sálfræði

Lýsing: Í grunnþáttum aðalnámskrár segir: Heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Það ræðst af flóknu samspili einstaklings, aðstæðna og umhverfis. Allt skólastarf þarf að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan enda verja börn og ungmenni stórum hluta dagsins í skóla.

Í menntastefnu Reykjavíkur hverfast tveir af fimm grundvallarþáttum stefnunnar um sjálfseflingu og félagsfærni. Námskeiðið tengist því með beinum hætti áherslum þessara lykilskjala. 

Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig vinna megi að sjálfseflingu og félagsfærni í uppeldis og menntastörfum – í samræmi við nýja menntastefnu. 
Námskeiðið byggir á erindum, umræðum og æfingum með áherslu á virka þátttöku. Markmiðið er að kynna fyrir þátttakendum með hvaða hætti hægt er að nota verkfæri jákvæðrar sálfræði til þess að stuðla að sjálfseflingu og félagsfærni.

Kennari: Ingibjörg V. Kaldalóns, lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Hvenær: Hefst 13. ágúst kl. 09:00-16:00 og síðan hittast þátttakendur þrisvar til áramóta.
Hvar: Menntavísindasvið Stakkahlíð

Vellíðan og heilsuefling

Námskeið fyrir starfsfólk í grunnskólum í tengslum við nýja Menntastefnu borgarinnar.
Heilbrigði er ein af megináherslum nýrrar Menntastefnu. Þættir sem snúa að vellíðan, heilsueflingu og heilbrigði í víðum skilningi heyra þar undir en stefið rímar einnig vel við aðalnámskrá og heilsueflandi samfélög. Með vellíðan í öllu skóla- og frístundastarfi í forgrunni gefst einstakt tækifæri til að styðja andlega, líkamlega og félagslega þætti heilsu. Á námskeiðinu verður skoðað hvaða leiðir virka, hvernig má vinna með viðfangsefnið á hagnýtan hátt og jafnframt nýta sér sjálfum til góðs.

Umsjón: Unnur Björk Arnfjörð, kennari, lýðheilsufræðingur og doktorsnemi við HÍ.
Hvenær: 12. ágúst kl. 13:00-16:00
Hvar: Háteigsskóli/Menntavísindasvið

Eflandi kennslufræði: Nýsköpunarmennt til eflingar hugvits og athafna

Lýsing: Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem hafa áhuga á að vinna að því að efla sköpun og framtaksemi barna og ungs fólks með nálgun nýsköpunarmenntar. Námskeiðið byggir á fræðilegum grunni en megináhersla verður á hagnýta nálgun. Eflandi kennslufræði verður kynnt og skilgreind. Farið verður í gegnum grunnferli nýsköpunarmenntar og tengt við mismunandi notkunarmöguleika í grunnskólastarfi.
Markmið námskeiðsins eru:

  • Að kynna eflandi kennslufræði og leiða kennara/þátttakendur í gegnum hagnýtingu kennslu- og aðferðafræði nýsköpunarmenntar í skólastarfi.
  • Að sýna kennurum/þátttakendum möguleika þess að nýta umhverfi og líf nemenda til að efla skilning, sköpun og frumkvæði þeirra. 
  • Að kynna möguleika nýsköpunarmenntar við þróun hugmynda barna og ungs fólks til að leysa eigin vandamál og þarfir sem og samfélagsins
  • Að kennarar/þátttakendur geti hagnýtt innihald námskeiðsins og skipulagt nám fyrir grunnskólann eða tómstundastarf.
  • Að kynna námsefni í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt.

Kennari: Svanborg R. Jónsdóttir prófessor við Menntavísindasvið HÍ.
Hvenær: Hefst 12. ágúst kl. 09:00-12:00 síðan hittast þátttakendur þrisvar til áramóta.
Hvar: Mixtúra, margmiðlunarver SFS, Safamýrarskóla Safamýri 5

Menntun til sjálfbærni, útikennsla, náttúra og umhverfi

Lýsing: Viðfangsefni sjálfbærrar þróunar verða skoðuð með hagnýtar lausnir í huga þar sem fléttað er saman útikennslu, náttúru og umræðu um samfélagsmál. Markmiðið er að auðvelda kennurum að takast á við stórar spurningar í hnitmiðuðum verkefnum, þar sem Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru umfjöllunarefni en jafnframt stuðlað að getu nemenda til aðgerða.

Kennslan fer fram bæði innandyra og utan, með fyrirlestrum og verklegum æfingum. Þátttakendur eru beðnir um að vera búnir til útiveru því námskeiðið fer að mestu leyti fram úti við.

Námskeiðið veitir örlitla innsýn í sérsniðið námskeið um náttúrufræðimenntun sem verður í boði á vormisseri komandi skólaárs.
Hámark 25 þátttakendur. Ætlað kennurum á yngsta og miðstigi.
Leiðbeinendur: Ester Ýr Jónsdóttir og Helena Óladóttir.
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-16:00
Hvar: Háteigsskóli og úti á svæðum í nágrenni skólans.

Læsis fimman - Daily five

Læsis fimman er skipulag yfir kennsluhætti og aðferðir í læsi og íslensku. Hún byggist á
lýðræðislegu umhverfi þar sem nemendur velja sjálfir verkefni, hvar þeir eru og hvernig þeir
vinna verkefnin. Þá er mikil áhersla lögð á sjálfstæði og sjálfsaga nemenda.

Þátttakendur þurfa að mæta með síma eða spjaldtölvur og heyrnartól
Kennarar: Ásdís Hallgrímsdóttir og Jóhanna Þorvaldsdóttir
Hvenær: 13. ágúst kl. 09:00-15:00
Hvar: Háteigsskóli
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Íslenskt táknmál

Markmið og inntak: Á þessu námskeiði munu þátttakendur fræðast um íslenskt táknmál, helstu samskiptareglur á táknmáli og kynnast menningu og sögu táknmálstalandi fólks. Einnig munu þátttakendur læra nokkur tákn og setningar úr íslensku táknmáli.

Kennari: Táknmálskennari frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: Miðvikudaginn 12. ágúst kl. 9.00 – 12.00
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Útinám fastur liður í daglegu skólastarfi

Útikennsla hefur verið í stöðugri þróun og er víða notuð með góðum árangri þar sem hún býður upp á sérstaka nálgun í námi. Í útikennslu fá nemendur tækifæri til að nálgast t.d. bóklegt námsefni með áþreifanlegum hætti í óhefðbundnum aðstæðum. Við það vaknar oft á tíðum ný sýn, meiri áhugi og aukinn skilningur meðal nemenda á
námsefninu.

Fyrri hluti námskeiðsins verður innandyra þar sem farið verður yfir hugmyndirnar að baka útikennslu og hvað gott er að hafa í huga við undirbúning og framkvæmd útikennslustunda. Í seinni hluta námskeiðsins fer hópurinn út undir bert loft. Þar fá þátttakendur tækifæri til að prófa og sjá útfærslur á ýmsum verkefnum sem nýst geta
í kennslu en markmiðið er að allir geti farið heim með hugmyndir sem auðvelt er nota í flestum námsgreinum.

Leiðbeinandi: Hrafnhildur Sigurðardóttir umsjónarkennari í Sjálandsskóla
Hvar: Hlaðan og svæðið við Gufunesbæ
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-12:00
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Sköpun úr skógarefni - smíðað úr skógi

Nýtt námskeið þar sem unnið er með skógarefni, greinar og trjáboli frá Efnisveitu Miðstöðvar útivistar og útináms. Að smíða og skapa eitthvað úr náttúrulegu efni gefur okkur beina tengingu við umhverfi okkar og virkjar oft ímyndunaraflið. Skapaðir verða skemmtilegir munir þar sem þátttakendur fá að upplifa það að smíða og skapa hluti beint úr skógarafurðunum. Það er skemmtileg leið að útinámi og umræðum um sjálfbæra þróun og nýtingu skógarafurða.

Smíði og handavinna er oftast stunduð innandyra og nemendur hafa oft og tíðum ekki mikil tengsl við uppruna efnisins sem unnið er með. En þegar nemendur fá tækifæri til að vinna beint úr náttúrulegu efni myndast nýtt sjónarhorn sem getur stuðlað að þroskaðri umhverfisvitund. 
Kennari er Björn Steinar Blumenstein sem hefur mikla reynslu og þekkingu á bæði efni og tækni.
Hvenær: 13. ágúst kl. 10:00 – 14:00
Hvar: Hlöðunni við Gufunesbæ
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Móttaka nýrra nemenda af erlendum uppruna

Á námskeiðinu verður farið yfir efni stöðumatsins og hvernig það nýtist við móttöku nýrra nemenda. Skoðuð verða raunveruleg íslensk dæmi um niðurstöður stöðumats og hvernig þær hafi nýst við móttöku nýrra nemenda. Skoðað verður hvaða verkfæri, fræðsla og stuðningur stendur til boða, jafnt innan skóla sem utan, í tengslum við móttöku nýrra nemenda af erlendum uppruna. 
Markmið: Markmið smiðjunnar er að auðvelda notkun stöðumats við móttöku nýrra nemenda af erlendum uppruna, leggja drög að skipulagi fyrirlagna og úrvinnslu þeirra.
Kennarar: Ráðgjafar Miðju máls og læsis.
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 12. og 13. ágúst kl. 9:00 – 12:00.
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Roma Children in Icelandic schools: Challenges and possible Solutions

Markhópur (For whom): The workshop is designed for school teachers and principals, as well as staff from Skóla-og-Frístundasvið and Velferðasvið, who have experience of Roma children enrolled in Icelandic schools (and their families), and/or are going to approach them in the next academic year and want to acquire knowledge and working tools for good practices.

Um námskeiðið (About the workshop): In the last few years the presence of Roma children in Icelandic schools has attracted increasing attention, and often concern, on the part of school personnel and social workers. What is lamented is a lack of information on how to approach these students and their families, whether Roma children need to be considered of as students with special needs, which language should be treated as their first language for school purposes (for example, in assessing their comprehension of written texts), or in conversations with parents. Obscure is also the role that religious, cultural and social traits play in school attendance and performance of Roma children in Iceland. The workshop, framed around the idea of a working community under the guidance of specialists, addresses this lack of information in search of effective tools to improve relations with Roma children and their families.
The workshop will be held in English, but participants can interact also in Icelandic.

The workshop will be constituted of three sessions (2 slots of 45 minutes each):

  1. Two introductive lectures. These will provide background information about Roma, with a special focus on education and school, and experiences from other European countries. They will also outline the main issues that should be considered in order to approach Roma children and parents effectively.
  2. Platform for the participants to meet and share their insights and experiences, through small-group
  3. activities
  4. Round table to address the specific challenges and problems highlighted in the second session of the workshop, in search of possible solutions and good practices.

The aim of the workshop is threefold:

  1. To provide some basic knowledge on the Roma and on the experiences of Roma schooling in other European countries.
  2. To collect and share information about the specific challenges that teachers and city personnel in Reykjavík have recurrently faced when approaching Roma children and their families (as well as, of course, experiences of successful practices).
  3. To develop some preliminary reflections and tools to foster a successful schooling experience for Roma children enrolled in schools in the capital area.

Kennarar: Dr. Marco Solimene, Félagfræði-, Mannfræði- og Þjóðfræðideild, Háskoli Íslands og Dr. Sofiya Zahova.
Hvar: Veröld, Hús Vigdísar Finnbogadóttur, Háskoli Íslands.
Hvenær: 13.ágúst kl. 9:00 – 16:00.
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Áhrif klámáhorfs og klámvæðingar á samskipti barna og unglinga

Markhópur: Grunnskólakennarar og námsráðgjafar
Lýsing: Klám verður sífellt aðgengilegra fyrir börn og unglinga með aukinni snjalltækjaeign og gríðarlega miklu óheftu framboði kláms. Mörg börn og unglingar sjá klám í fyrsta sinn þar sem það birtist óumbeðið á skjánum hjá þeim þegar þau eru að vafra á netinu. Ungir strákar virðast sækja meira í klám en stelpur og stór hluti þeirra horfir reglulega á klám á unglingsárunum. Niðurstöður úr könnunum frá Rannsóknum og greiningu sýna að margir unglingsdrengir eru reglulegir neytendur kláms. Í síðustu könnun (2018) kom í ljós að rúmlega 63% stráka í 10. bekk horfa á klám einu sinni í viku til nokkrum sinnum á dag. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á skaðleg áhrif klámáhorfs á samskipti og kynheilbrigði ungs fólks.

Á námskeiðinu verður rætt opinskátt um klámáhorf ungmenna, hvernig samskipti og valdaójafnvægi í klámi sýna skakka mynd af kynlífi og hvaða áhrif það getur haft á ungt fólk. 
Markmið: Markmið með námskeiðinu er að auka þekkingu kennara og námsráðgjafa á skaðlegum áhrifum kláms á samskipti og kynheilbrigði ungmenna. Einnig að kennarar og námsráðgjafar upplifi sig öruggari í að ræða við nemendur um klám og muninn á kynlífi og klámi.
Kennari: Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00 – 12:00
Hvar: Háteigsskóli
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Hinseginvænn grunnskóli

Markhópur: Grunnskólakennarar og námsráðgjafar
Lýsing: Hinsegin börn eru í öllum grunnskólum og mörg börn búa á heimili þar sem foreldrar eða systkini eru hinsegin. Það er mikilvægt að kennarar og annað starfsfólk grunnskóla leggi sig fram við að skapa andrúmsloft og menningu í skólanum þar sem hinsegin börn eins og öll önnur börn upplifa sig samþykkt, örugg og velkomin.
Markmið: Að auka þekkingu kennara og námsráðgjafa á hinsegin hugtökum og veruleika hinsegin barna. Að kennarar verði betur í stakk búnir til að byggja upp námsumhverfi þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og hinsegin börn upplifa sig viðurkennd og örugg.

Kennari: Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, Svandís Anna Sigurðardóttir, sérfræðingur í hinsegin- og jafnréttismálum á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur.
Hvenær: 13. ágúst kl. 13:00 – 16:00
Hvar: Háteigsskóli
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Dansinn dunar - fjölbreyttir menningarheimar

Markhópur: Kennarar yngri barna og tónmenntakennarar
Um námskeiðið: Ýmsir dansstílar eru heimsóttir með fjölmenninguna að leiðarljósi.
Afro og latin grunndansspor eru kennd í hvetjandi umhverfi með kennslu barna í
huga. Kennarar læra auðveld spor og fá lagalista til að nota með nemendum sínum.

Markmið námskeiðs: Að kennarar kynnist dansinum sem menningarafli og tæki til
að kynnast ólíkum menningarheimum gegnum hreyfingu og tónlist.
Kennari: Fagfólk á vegum Kramhússins
Hvenær: 12.ágúst kl.13:00-15:30
Hvar: Húsakynni Kramhússins
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Atvinnulífið: tækni- og verkgreinar

Markhópur: Allir kennarar á unglingastigi óháð kennslugrein.
Um námskeiðið: Kennarar fá kynningu á ýmsum möguleikum á kynningum og verkefnum í tækni – og verkgreinum fyrir unglingahópa, m.a. á sviði málmiðngreina og bíliðngreina. Þátttakendur kynnast einföldum viðfangsefnum sem hægt er að bjóða upp á í rýmum Iðunnar, fræðsluseturs iðnaðar – og ferðaþjónustu. Iðan er
öflugt fræðslusetur og mikill áhugi þar á samstarfi og kynningum. 

Markmið námskeiðs: Að styrkja þekkingu unglingakennara á náms – og atvinnutækifærum á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu og auka þannig möguleika á samstarfsverkefnum milli grunnskólans og atvinnulífsins. Námskeiðið er kennt tvisvar sinnum sama daginn og þátttakendur velja annan hvorn tímann.
Kennari: Fagfólk á vegum Iðunnar, fræðsluseturs
Hvenær: 13. ágúst frá 9:00-12:00 og 13:00 – 16:00
Staðsetning: Húsakynni Iðunnar  - Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Tónlist og söngur í daglegu skólastarfi

Markhópur: Námskeiðið er opið öllum kennurum en þó verður sérstök áhersla lögð á að mæta þörfum kennara yngri barna grunnskólans.
Farið verður yfir fræðilegan bakgrunn og tilgang tónlistariðkunar með börnum. Kynntar verða efnisveitur fyrir bæði söng og hlustun. Kynntir verða leikir og leiðir til að fá alla með í söng og hvernig megi þróa samsöng s.s. eins og að syngja í keðju og fleira.

Markmið námskeiðs: Að kynna einfaldar leiðir og praktískt efni til að styðja við markvissa og mikið aukna notkun tónlistar og söngs í almennu skólastarfi.
Kennari: Fagfólk frá SFS og fleirum
Hvenær: 12. ágúst frá kl. 09:00 – 12:00
Hvar: Háteigsskóli
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Widgit online

Markhópur: Kennarar í grunnskólum Reykjavíkurborgar
Lýsing: Námskeiðinu er ætlað að efla þekkingu kennara möguleikum Widgit Online sem er veflægt forrit til að útbúa sjónræn verkefni, dagskipulag, leiðbeiningar, verkefni og spil fyrir tvítyngda nemendur og margt fleira. Möguleikar til að deila efni á einfaldan hátt, spara vinnu og byggja upp hagnýta gagnabanka verða kynntir.

Allir starfsstaðir Skóla- og frístundasviðs geta fengið aðgang að Widgit Online (senda póst á bjarndis.fjola.jonsdottir@reykjavik.is).

Markmið: Að kynna hagnýtar lausnir, veita innblástur og styrkja stafræna hæfni                                                                                                      Námsgögn: Mælt er með því að kennarar taki með eigin vinnutæki/tölvu eða iPad á námskeiðið.
Kennarar: Lóa S. Farestveit og Sunneva Svavarsdóttir
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 13. ágúst kl. 09:00-12:00
Þátttökugjald: kr. 4.000,-

Smiðja í Mixtúru

Á námskeiðinu sem fram fer í Mixtúru í Safamýri 5 verður fjallað um hugmyndafræði snilli-/hönnunarsmiðja (e. Makerspace). Möguleikar og búnaður í Mixtúru ásamt nokkrum hagnýtum verkefnum verða kynnt sérstaklega. Notkun einfaldra hönnunarforrita fyrir 3D prentun verður einnig sýnd en megin áherslan er þó lögð á að kynna vektor-teikniforritið Inkscape og hvernig tengja má það námsefnisgerð kennara eða verkefnavinnu nemenda. Farið verður í undirstöðuatriði í Inkscape. Þátttakendur læra að setja upp skjöl í réttri stærð, vinna með texta, hanna logo og grafík og nýta sér fría grafík-banka á netinu. Einnig verður farið í hvernig umbreyta má eigin teikningum yfir í tölvuteikningu og vinna þær áfram. Að auki verður farið í hvernig undirbúa má skjöl þannig að þau séu tilbúin fyrir t.d. útsaum í stafrænni saumavél og skurð t.d. límmiða/fatafilmu í vínylskera eða timburs/plexiglers í leiserskera.

Námsgögn: Mælt er með því að kennarar taki með eigin vinnutæki/PC-tölvu á námskeiðið. Gott er ef búið er að setja Inkscape forritið (opið og frítt) upp á tölvunni. Á tölvum Reykjavíkurborgar er hægt að finna Inkscape í möppunni “Sækja hugbúnað” á skjáborði.

Markmið: Að kynna hagnýtar lausnir, veita innblástur, styrkja stafræna hæfni og styðja við skapandi skólastarf                                                        Kennarar: Sigríður Helga Hauksdóttir og Margrét Óskarsdóttir
Hvar: ATHUGIÐ að námskeiðið fer fram í Mixtúru Safamýri 5
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-16:00 og 13. ágúst kl. 09:00-16:00
Þátttöku- og efnisgjald: kr. 5.000,-

Grunnur í Google skólalausnum

Inntak: Námskeiðinu er ætlað að gefa gagnlegt yfirlit yfir möguleika skólalausna Google.
Kynnt verða valin verkfæri svo sem: heimasvæði hvers notanda (Google Drive), námsumsjónarkerfið til að miðla upplýsingum, leggja fyrir og taka á móti verkefnum frá nemendum (Google Classroom) og fjarfundakerfið (Google Meet). Fjallað verður um vinnu með texta (Google Docs), töflureikni (Google Sheets) og glærugerð (Google Slides) ásamt því að minnst verður á möguleika kannana (Google Forms) og fleiri lausna G-svítunnar í námi og kennslu.

Markmið: Að kynna hagnýtar lausnir, veita innblástur og styrkja stafræna hæfni                                                                                                            Kennari: Bjarndís Fjóla Jónsdóttir og Hildur Ásta Viggósdóttir
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-12:00
Þátttökugjald: kr. 4.000,-

Námsumsjón með Google Classroom

Lýsing: Námskeiðinu er ætlað að efla þekkingu kennara á notkun Google Classroom námsumsjónarkerfisins til að skipuleggja nám nemenda, gera kennslu áhugaverðari, fjölbreyttari, stuðla að jákvæðum samskiptum og endurgjöf. Kynnt verður hvernig hægt er í gegnum Google Classroom að búa til nýjan bekk, bæta við notendum (samstarfskennurum og nemendum), leggja fyrir verkefni, fylgjast með framvindu á meðan á vinnu stendur, skila verkefnum og fara yfir. Notkun tilkynninga, mismunandi gerðir af spurningum sem nemendur geta svarað og tengdar lausnir sem tengja má beint við Classroom verða til umfjöllunar.
Gert er ráð fyrir að kennarar undirbúi bekki vetrarins á námskeiðinu.
Markmið: Að kynna hagnýtar lausnir, veita innblástur og styrkja stafræna hæfni
Námsgögn: Mælt er með því að kennarar taki með eigin vinnutæki/tölvu á námskeiðið.
Kennari: Bjarndís Fjóla Jónsdóttir og Hildur Ásta Viggósdóttir
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 12. ágúst kl. 13:00-16:00 og 13. ágúst kl. 09:00-12:00
Þátttökugjald: kr. 4.000,-

Kami, Google og einstaklingsmiðun

Lýsing: Námskeiðinu er ætlað að efla þekkingu kennara á því hvernig Kami ásamt Google umhverfinu og þeim lausnum sem Google býður uppá gefa nemendum kost á að nálgast námið á ólíkan hátt. Farið yfir hvernig námsefni er best undirbúið fyrir nemendur þ.e. lausnir fyrir kennara og hvernig nemendur geta nýtt sér, raddskipanir, Read Aloud, Voice to Text ásamt fleirum viðbótum.
Markmið: Að kynna hagnýtar lausnir, veita innblástur og styrkja stafræna hæfni

Námsgögn: Mælt er með því að kennarar taki með eigin vinnutæki/tölvu á námskeiðið.
Kennari: Sirrý Hrönn Haraldsdóttir og Valgerður Ósk Steinbergsdóttir
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 13. ágúst kl. 13:00-16:00
Þátttökugjald: kr. 4.000,-

Leikur að læra með Lego

Lýsing: Verkefnavinna með LEGO er gefandi og frábær leið til að vekja áhuga og efla þekkingu nemenda okkar m.a. í vísindum, forritun og tækni. Legókubbar bjóða upp á gagnlega og skemmtilega viðbót í kennslu. Þeir veita okkur kærkomið og einstakt tækifæri til að sinna sköpunar- og tækniþáttum á frumlegan og lærdómsríkan hátt með því að sameina hug og hönd. Legósettin sem verða notuð eru fyrir nemendur á yngra stigi (WeDo 2) og mið- og unglingastigi (Ev3).
Markmið: Á þessu námskeiði fá þátttakendur tækifæri á að prófa að setja saman legóþjarka og forrita hann. Einnig verður farið yfir kennslufyrirkomulag og leiðsagnavefur um legóþjarka og vélræna högun kynntur.
Námsgögn: Mælt er með því að kennarar taki með eigin vinnutæki/tölvu á námskeiðið.
Hvar: Háteigsskóli.
Hvenær: 12. ágúst kl. 09.00-16.00
Kennarar: Jórunn Pálsdóttir og Sveinn Bjarki Tómasson
Þátttökugjald: kr. 4.000

Breakout Edu

Vantar þig leiðir til að efla þrautseigju, lausnamiðun, samvinnu og samræður í kennslustofunni? Viltu hjálpa nemendum að hugsa út fyrir kassann? Þá er Breakout Edu frábær viðbót í kennslustofuna þína. Markmiðið er að leysa þrautir áður en tíminn rennur út. Til þess fá nemendur vísbendingar sem hjálpa þeim að opna lása. Breakout Edu hentar öllum aldri, öllum námsgreinum og er frábær skemmtun.

Markmið: Að kennarar læri og sjái möguleika í að nýta Breakout EDU í kennslunni sinni. Við förum í Breakout EDU leik, lærum svo að búa til okkar eigin leik og hvernig við getum virkjað nemendur okkar í að búa til leik. Þátttakendur þurfa að hafa með sér spjaldtölvu/fartölvu.
Kennari: Hildur Arna Håkansson
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 13. ágúst kl. 13:00-16:00
Þátttökugjald: kr. 4.000,-

Listrænt ákall til náttúrunnar samtal náttúrufræði og listgreina á norðurslóðum

Námskeiðið sem er sjálfstætt framhald Biophilu-verkefnisins byggir á  hugmyndafræði um fyrirbærafræðilega nálgun í námi. Unnið verður með samtal milli náttúrufræði og listgreina. Leitað verður leiða til að finna út hvernig hægt er að vinna með málefni loftslagsbreytinga með nemendum í gegnum þverfaglega samvinnu. Það er öllum ljóst að allir þurfa að læra að lifa á sjálfbærari máta þar sem hlúð er að félagslegum, og vistfræðilegum þáttum á friðsælan hátt. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig mannleg hegðum og jarðefnaeldsneytanotkun er að breyta loftslagi okkar hér á jörðinni. 
Markmið: Að skapa vettvang fyrir kennara til að  prófa þverfagleg, fyrirbærafræðileg verkefni sem fjalla um málefni náttúrunnar á skapandi hátt með aðferðum list og verkgreina. List- og verkgreinakennarar öðlist nýja sýn inn í málefni náttúrufræði. Náttúrufræðikennarar kynnist vinnuaðferðum lista og hönnunar. Kennarar byggi á
fyrri reynslu og leiti leiða til að auka áhuga ungs fólks á náttúrufræðum og málefnum sjálfbærni.
Hvenær: 12. og 13.ágúst kl. 09:00 – 16:00
Hvar: Háteigsskóla
Umsjón: Ásthildur Jónsdóttir

Þróunar- og nýsköpunarverkefni í menntamálum

Menntastefna Reykjavíkurborgar hvetur skóla og kennara til að vera virkir í þróuna á nýjum kennsluaðferðum og til að taka þátt í og skipuleggja þróunarverkefni með öðrum skólum og stofununum.

Á námskeiðinu verður farið almennt yfir grunvallaratriði sem hafa verður í huga við mótun þróunarverkefna í skólum svo sem mótun hugmynda, gerð tímalínu verkefna, framsetning fjárhagsáætlanna og verkefnastjórn. Enn fremur verður gerð grein fyrir helstu styrkjatækifærum sem standa skólum til boða fyrir bæði innlend og fjölþjóðleg þróunarverkefni.

Markmiðið er að auka færni skólastjórenenda, verkefnastjóra og kennara í grunnskólum í því að skipuleggja, halda utan um og nýta fjölbreytt þróunarverkefni til að stuðla að nýsköpun í skólastarfi.
Kennari: Hjörtur Ágústsson, verkefnastjóri alþjóðasamstarfs og styrkja hjá Nýsköpunarmiðju menntamála hjá SFS.
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 13. ágúst kl. 09:00-12:00

Gerum góðan Skrekk betri

Markhópur: Skrekksleiðbeinendur og annað áhugafólk um Skrekk
Hvernig er best að skipuleggja undirbúning á vönduðu atriði fyrir Skrekk? Hvernig er hægt að láta þátttökuna í Skrekk verða að jákvæðri upplifun fyrir alla? Kostir og gallar þess að skipuleggja Skrekk sem valnámskeið eða utan kennslutíma.

Að vinna með Skrekkshópnum:
Hvaða leiðir er gott að fara til að byggja upp góðan Skrekkshóp? Hvernig veljum við í Skrekkshópinn og hvað eru góðar leiðir til að ná saman fjölbreyttum Skrekkshóp? Hvernig virkjum við best alla þátttakendur í hópnum?

Gæði og metnaður í Skrekk:
Góðar aðferðir til að virkja krakka í hugmyndavinnu. Hvað þarf til að taka atriðið upp á hærra stig með hljóði, ljósum, búningum og öðru?

Markmið: Praktískt námskeið fyrir Skrekksleiðbeinendur þar sem þátttakendur læra af reynsluríkum
aðilum og miðla af eigin reynslu.
Kennarar: Kristján Sturla, Ásgrímur Geir Logason vanir Skrekksleiðbeinendur, sérfræðingar úr Borgarleikhúsinu og fleiri.
Hvenær: Miðvikudaginn 12. ágúst kl. 09:00 – 16:00
Hvar: Háteigsskóli og Borgarleikhúsið

ADHD - nám, hegðun og líðan

Námskeiðinu er ætlað að efla þekkingu kennara á ADHD röskuninni og þeim áskorunum sem
henni fylgja. Líðan barna er mikilvægur þáttur í öllu skólastarfi og tilfinningavandi getur haft afgerandi
áhrif á námsframvindu. Fjallað er um kvíða og depurð og hvernig hægt er að draga úr neikvæðum
áhrifum þeirra. Að auki er farið yfir hagnýtar leiðir í kennslu barna með ADHD og hvernig hægt er að
auka getu þeirra til náms.

Kennari: Sérfræðingar á vegum ADHD samtakanna á þessu sviði
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 12. ágúst kl. 13:00-16:00

Opinskátt um ofbeldi

Ræðum opinskátt um ofbeldi við börn - andlegt ofbeldi, netofbeldi, líkamlegt ofbeldi - Tökum afstöðu gegn ofbeldi.

Um námskeiðið: Að uppfræða kennara um ólíkar tegundir ofbeldis sem börn á grunnskólaaldri geta orðið fyrir s.s. netníð, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Þá verður fjallað um mikilvægi þess ræða opinskátt um ofbeldi við börnin og ekki síst til að hvetja börn til að tjá sig opinskátt um ofbeldi. Opinská umræða getur komið í veg fyrir
ofbeldi og stöðvað það. Þá verður einnig komið inn á mikilvægi virkar þátttöku nemenda í skólastarfi í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ásamt forvarnargildis jákvæðs skólabrags sem getur dregið úr neikvæðum samskiptum og ofbeldi. Við lok námskeiðsins eiga kennarar að hafa fleiri verkfæri í verkfærakistum þeirra til að geta borið kennsl á ofbeldi og rætt opinskátt um það við nemendur.

Markmið þess: Að þjálfa kennara til að gera nemendur betur í stakk búna til að taka afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi, koma í veg fyrir það og uppræta.
Kennari: Ellen Calmon og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir.
Hvenær: Miðvikudaginn 12. ágúst 13:00 – 15:00
Hvar: Háteigsskóli.
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Halló hamingja!

Á námskeiðinu kynnum við hugmyndir af verkefnum, leikjum og æfingum sem hægt er að nýta í samveru. Farið verður í hvernig líðan barnsins tengist líkamsstarfsemi þess og hvernig við getum nýtt það til að stuðla að bættri líðan. Verkefnin sem kynnt verða eru sniðin til að þroska tilfinningagreind barnanna bæði til að þau geri sér grein fyrir tilfinningum sínum og annarra og byggi þannig meðvitað upp styrk og góð samskipti og seiglu.

Markmið námskeiðsins: er að stuðla að aukinni vellíðan og seiglu skólabarna með að þjálfa tilfinningagreind þeirra og meðvitund um eigin líðan og hvernig þau geta nýtt leiki til að bæta líðan sína.
Kennarar eru stofnendur Verunnar áhugafólks um vellíðan í skólum
Elísabet Gísladóttir, Lýðheilsufræðingur og Aðalheiður Jensen er með diplóma í jákvæðri sálfræði.
Hvenær: 13.ágúst kl. 13:00 – 16:00
Hvar: Háteigsskóli
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Seigla sigrar vandann

Á námskeiðinu verður farið í það hvað einkennir fólk sem býr yfir seiglu og hvernig hægt er að þjálfa seiglu markvisst. Hugmyndarfræðin byggir á kenningum og rannsóknum í sálfræði, læknisfræði og lýðheilsu. Nýjustu rannsóknir sýna að það skiptir máli hvernig þú tekst á við áskoranir í lífinu. 

Markmiðið er að kynna hvað það er sem almennt er talið að einkenni seiglu sem og að kynna aðferðir sem auka seiglu sem hefur bein áhrif á vellíðan. Þannig er hægt að stuðla að sjálfsöryggi og styrk þó að starfað sé í krefjandi aðstæðum. Kynnt verður á hverju hugmyndafræðin byggist, og aðferðir sem eru bæði ganglegar fyrir starfsmenn í krefjandi störfum og aðstæðum, en ekki síður til að nýta í uppeldi og kennslu barna og ungmenna. Má þar t.d. nefna æfingar sem efla hugrægt og öndunartækni sem hefur bein áhrif á taugakerfið.

Kennarar eru stofnendur Verunnar áhugafólks um vellíðan í skólum
Elísabet Gísladóttir, Lýðheilsufræðingur og Aðalheiður Jensen er með diplóma í jákvæðri sálfræði.
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-16:00
Hvar: Háteigsskóli
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Félagsfærni og sjálfsefling með áherslu á hegðun og bekkjarstjórnun

Tilgangur námskeiðsins er að þátttakendur efli þekkingu sína á aðferðum sem stuðla að æskilegri hegðun nemenda. Þeir læri að beita árangursríkum aðferðum sem byggja á trausti og virðingu, styðja við félagsfærni og sjálfseflingu nemenda sinna og stuðla að bættri líðan þeirra.

Námskeiðið er fyrsti liður í sérsniðnu námskeiði sem kennt verður nú á haustmisseri og metið er til 5 eininga á framhaldsstigi (5 ECTS).

Þættir sem unnið er með á námskeiðinu í vetur:

  • Framkvæmd mats á stöðu bekkjarstjórnunar og styrkleikar bekkjar metnir. Reglur um hegðun nemenda mótaðar og þjálfun í kennslu þeirra. Æfingar í að nota skýr fyrirmæli til að efla samstarf.
  • Þjálfun í notkun hvatningar með margbreytilegum hætti, bæði með bekknum í heild sinni og fyrir einstaklinga.
  • Farið yfir jafnvægi í hvatningu og leiðum til að stöðva erfiða hegðun. Praktískir þættir í bekkjarstjórnun skoðaðir nánar og æfðir.
  • Markviss notkun lausnaleitar kennd og mikilvægir þættir í samstarfi við foreldra.

Ítarlegar upplýsingar um námskeiðið má finna hér: https://menntastefna.is/wp-content/uploads/2020/06/Félagsfærni-og-sjálfsefling-með-áherslu-á-hegðun-og-bekkjarstjórnun-námskeiðslýsing.pdf
Nánari upplýsingar veitir Ester Ýr Jónsdóttir (esteryj@hi.is) starfsþróunarstjóri á MVS.
Endurmat á stöðu bekkjarstjórnunar í lok námskeiðs.
Leiðbeinendur: Anna Lind Pétursdóttir og Margrét Sigmarsdóttir
Hvar: Háteigsskóli/menntavísindasvið
Hvenær: 13. ágúst - kl. 13:00 - 16:00

Leiðsagnarnám - kynning

Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum verður fjallað um kennsluaðferðina leiðsagnarnám, helstu áherslur hennar og hvers vegna aðferðin nýtur eins mikillar virðingar og raunin er. Í síðari hlutanum segja kennarar við þekkingarskóla í leiðsagnarnámi frá því hvernig þeir nýta leiðsagnarnám í eigin kennslu.

Markmið: Markmið námskeiðsins er að þátttakendur viti hver helstu einkenni leiðsagnarnám eru bæði fræðilega og í framkvæmd.                        Kennarar: Nanna Kristín Christiansen, sérfræðingur í leiðsagnarnámi og kennarar úr þekkingarskólum.
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-12:00
Hvar: Háteigsskóli
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Taktu jákvæð skref í átt að meiri hamingju með þakklæti og núvitund

Markmið námskeiðsins: er að kenna ákveðnar leiðir til að auka eigin hamingju sem byggðar eru á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Farið verður í grunnhugmyndir jákvæðrar sálfræði og kenndar æfingar í þakklæti og núvitund sem eiga að stuðla að aukinni vellíðan. Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að
þekkja hugtökin jákvæð sálfræði, hamingja,  núvitund og þakklæti og hafa lært einfaldar æfingar sem hægt er að nýta bæði í leik og starfi. Þátttakendur fá þriggja vikna þakklætisdagbók (hefti) til eignar  að námskeiði loknu.
Kennari: Erla Súsanna Þórisdóttir, grunnskólakennari, yoga- og núvitundarkennari með diploma í jákvæðri sálfræði
Hvar: Hlaðan í Gufunesbæ
Hvenær: 12.ágúst kl. 13:00-15:00
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Upprifjun í skyndihjálp fyrir sundkennara  - A

Námskeiðið, sem er fyrir sundkennara, skiptist í bóklegan hluta og verklegan hluta sem fer fram ofan í lauginni. Þátttakendur þurfa því að taka með sér sundföt. Á námskeiðinu verður boðið uppá að taka hæfnispróf.

Annað:
*Úr reglugerð: Sundkennarar sem fengu leyfisbréf fyrir 15. febrúar 2014 geta valið á milli
tveggja kosta til að uppfylla reglugerðina:

  • Sækja endurmenntunarnámskeið og standast hæfnispróf á þriggja ára fresti 
  • Sækja endurmenntunarnámskeið árlega.

Sundkennarar sem fengu leyfisbréf eftir 15. febrúar 2014 skulu sækja bóklegt endurmenntunarnámskeið og standast hæfnispróf á þriggja ára fresti. Sjá nánari upplýsingar um hæfnispróf og viðmið á vef Umhverfisstofnunar: http://ust.is/atvinnulif/hollustuhaettir/sundstadir/haefnisprof-starfsmanna/
Markmið: Að tryggja öryggi nemenda í sundkennslu og uppfylla reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum um endurmenntun og hæfnispróf sundkennara*. 
Leiðbeinandi: Oddur Eiríksson
Hvenær: 12. ágúst kl. 08:15-16:00
Hvar: Laugardalslaug
Þátttökugjald: Kr. 16.000,-

Upprifjun í skyndihjálp fyrir sundkennara  - B

Námskeiðið, sem er fyrir sundkennara, skiptist í bóklegan hluta og verklegan hluta sem fer fram ofan í lauginni. Þátttakendur þurfa því að taka með sér sundföt. Á námskeiðinu verður boðið uppá að taka hæfnispróf.
Annað:
*Úr reglugerð: Sundkennarar sem fengu leyfisbréf fyrir 15. febrúar 2014 geta valið á milli
tveggja kosta til að uppfylla reglugerðina:

  • Sækja endurmenntunarnámskeið og standast hæfnispróf á þriggja ára fresti 
  • Sækja endurmenntunarnámskeið árlega.

Sundkennarar sem fengu leyfisbréf eftir 15. febrúar 2014 skulu sækja bóklegt endurmenntunarnámskeið og standast hæfnispróf á þriggja ára fresti. Sjá nánari upplýsingar um hæfnispróf og viðmið á vef Umhverfisstofnunar: http://ust.is/atvinnulif/hollustuhaettir/sundstadir/haefnisprof-starfsmanna/
Leiðbeinandi: Oddur Eiríksson
Hvenær: 14. ágúst kl. 08:15-16:00
Hvar: Laugardalslaug
Þátttökugjald: Kr. 16.000,-

Fjármálalæsi

Markmið með námskeiðinu er að kynna aðgengilegar kennsluaðferðir í fjármálalæsi og veita kennurum innblástur í kennsluna. Þátttakendur kynnast námsefni sem notað hefur verið í ýmsum grunnskólum landsins undanfarin þrjú ár. Bókin „Fyrstu skref í fjármálum (https://fjarmalavit.is/namsefni)“ er þar til grundvallar og fá þátttakendur bókina að gjöf fyrir sig og nemendur sína.
Frekari upplýsingar veita Guðrún E. Bentsdóttir gudrun.edda.bentsdottir@reykjavik.is og Kristín Lúðvíksdóttir verkefnisstjóri Fjármálavits Kristin@sff.is
Um Fjármálavit:
Fjármálavit er fræðsluvettvangur með áherslu á námsefni í fjármálalæsi fyrir ungmenni á aldrinum 13 – 15 ára. Markmiðið er að bæta fjármálalæsi og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku í fjármálum með áherslu á sparnað og fyrirhyggju.
Kennari: Kristján Arnarson grunnskólakennari. Kristján hefur einnig komið að verkefnum um eflingu fjármálalæsis í grunnskólum og samið námsefni því tengdu.
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 12. og 13. ágúst kl. 09:00-12:00.

Árangursrík kennsla og velfarnaður í margbreytilegum bekk

Á námskeiðinu verður farið í undirstöður kennslu og kennsluaðferðir í margbreytilegum bekkjum sem stuðla að góðum samskiptum innan bekkja og að árangri allra nemenda. Undirliggjandi fræði eru fjölmenningarleg kennsla og tvítyngis- og fjöltyngisfræði. Kynntar verða einfaldar og flóknari leiðir til að styðja við móðurmál og virkt fjöltyngi nemenda og kennsluaðferðir sem stuðla að þátttöku, samvinnu og bættri sjálfsmynd.

Markmið vinnusmiðjunnar er að kennarar:

  • Kynnist og þjálfist í kennsluaðferðum sem stuðla að tungumálanámi, samstarfi og vellíðan nemenda
  • Þekki verkfæri og leiðir til að mæta fjölbreyttum nemendahópi í kennslu sinni
  • Hafi þekkingu hvernig að byggja á margvíslegum auðlindum nemenda til að ná betri árangri

Kennari: Renata Emilsson Peskova
Hvenær: 13. ágúst kl. 13:00-16:00
Hvar: Háteigsskóli
Þátttökugjald: 4.000 kr.

Frekari upplýsingar og skráning á námskeið