Sumaropnanir í félagsstarfi velferðarsviðs

Velferð

""

Velferðarráð samþykkti 22. júní sl. að hafa opið í öllum mötuneytum félagsstarfs velferðarsviðs í sumar. Því miður tókst ekki að manna þrjár félagsmiðstöðvar af sautján og verða þær því lokaðar í þrjár til fjórar vikur.

Lokað verður eftirfarandi félagsmiðstöðvum;

• Bólstaðarhlíð 43 lokar frá 17. Júlí til  8. ágúst.
• Sléttuvegi 11 lokar frá 10.júlí til  8. ágúst.
• Dalbraut 18-20  lokar frá 24. júlí til 8. ágúst.

Lögð er áhersla á að þeir sem ekki geta eldað geta fengið heimsendan mat.  Aðrir sem gjarnan vilja fá hádegisverð á félagsmiðstöðvum er bent á þær 14 stöðvar sem eru opnar í allt sumar og sérstök athygli er vakin á mötuneytinu á Vitatorgi við Lindargötu 59 en þar er opið alla daga ársins.

Ef einhver þarf aðstoð vegna lokanna á ofantöldum stöðum varðandi hádegisverð eða akstur er viðkomandi bent á að hafa samband við þjónsutumiðstöð í sínu hverfi.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar starfrækir 17 félagsmiðstöðvar víðsvegar um borgina sem eru opnar Reykvíkingum á öllum aldri þar sem boðið er upp á  hádegismat alla virka daga.