Sumardagurinn fyrsti í Vesturbæ

""

Fimmtudaginn 23. apríl n.k. verður haldið uppá sumardaginn fyrsta í Vesturbæ, en dagskráin hefst með Bjartsýnisbusli í Vesturbæjarlaug kl. 9.30 og í framhaldi verður skrúðganga frá Melaskóla kl. 11.00, en þaðan verður gengið að KR- heimilinu.

Fjölbreytt dagskrá verður í boði líkt og undanfarin ár og hvetjum við alla til að fjölmenna og fagna því að sumarið sé komið. Þess má geta að við hvetjum alla til að koma á hjólum því það verður boðið uppá hjólaþrautir og hjólaskoðun.

Sjá dagskrána hér til hægri á síðunni.