Styttri vinnuvika – málþing í Ráðhúsinu

Velferð Mannlíf

""
Reykjavíkurborg og BSRB standa fyrir málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 12. maí frá klukkan 14 – 16. Kynntar verða niðurstöður tilraunaverkefnis  um styttri vinnuviku.
Reykjavíkurborg fór af stað með tilraunaverkefni um styttri vinnuviku án þess að skerða laun í mars í fyrra. Skipaður var starfshópur, til að útfæra verkefnið, og voru valdir heppilegir vinnustaðir í tilraunina.

25 starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og 40 starfsmenn á skrifstofu Barnaverndar unnu í 35 stundir á viku í stað 40 stunda og urðu þessir  vinnustaðir fyrir valinu því þar er oftar en ekki unnið undir miklu álagi.
 
Nú er tilraunaverkefninu lokið og niðurstöður liggja fyrir. Þar kemur meðal annars fram að með styttri vinnuviku er andleg og líkamleg líðan starfsmanna betri, starfsánægja eykst og tíðni skammtímaveikinda lækkar. Að mati stýrihópsins er mikilvægt að halda áfram og afla fleiri gagna og niðurstaðna.
 
Dagskrá málþingsins

Kynning á niðurstöðum verkefnisins
Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður stýrihóps um innleiðingu verkefnisins.
 
Sjónarhorn verkalýðshreyfingarinnar
Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB
 
Reynslusaga frá barnavernd
Sigurður Örn Magnússon , deildarstjóri, og Arna Kristjánsdóttir, félagsráðgjafi.
 
Sjónarhorn atvinnurekenda
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
 
Reynslusaga úr Árbæ
María Rut Baldursdóttir þjónustufulltrúi Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts
 
Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
Andrea Hjálmsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri og Marta Einarsdóttir, sérfræðingur við Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri.
 
Léttar veitingar
 
Aðgangur ókeypis