Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs hár í borginni

Samgöngur Útsendingar

""

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag, 23. desember, skv. mælingum í mælistöðinni við Grensásveg.

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag, 23. desember, skv. mælingum í mælistöðinni við Grensásveg.  Styrkur efnisins var einnig hár í gær. Klukkan 13:00 var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 189,3 míkrógrömm á rúmmetra. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri seinni partinn og því umtalsverðar líkur á því að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk við Grensásveg.

 Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er oftast mest á morgnanna og í eftirmiðdaginn þegar umferð er þung. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra og  leyfilegt klukkustundargildi sem er 200 míkrógröm á rúmmetra.

Almenningur er hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. Köfnunarefnisdíoxíð veldur ertingu í lungum og öndurvegi. 

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk köfnunarefnisdíoxíðs og annarra mengandi efna á www.loftgaedi.is.

Frekari upplýsingar hjá Heilbrigðiseftirlitinu veita;