Strandblaksvöllur við Laugardalslaug

Íþróttir og útivist

""

Unnið er hörðum höndum að lokafrágangi við nýjan strandblaksvöll við Laugardalslaug. Völlurinn er reistur fyrir Smáþjóðaleikana 2015 sem verða settir mánudagskvöldið 1. júní.



Mikið hefur gengið á við Laugardalslaug að undanförnu en þar hefur allt verið á fullu í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikana.  Búið er að leggja varanlegan strandblaksvöll við hlið laugarinnar.

„Þetta er verulega skemmtilegt en nú verður keppt í fyrsta sinn á alþjóðlegu móti í strandblaki á Íslandi,“ segir Torfi Jóhannsson frá Blaksambandi Íslands en hann verður vallarstjóri á strandblaksmótinu á Smáþjóðaleikunum.

Þrátt fyrir að völlurinn sé búinn til sérstaklega fyrir keppni á Smáþjóðaleikunum er hann varanlegt mannvirki og verður hann opinn fyrir gesti Laugardalslaugar líkt og hreystibrautin við hliðina. Laugargestir munu því geta spreytt sig á strandblaki í framtíðinni sem bætir þjónustu Laugardalslaugar enn frekar. Þá verður völlurinn nýttur til innlendra og alþjóðlegra móta í framtíðinni.