Stakkaborg fær nýjan leikskólastjóra

Skóli og frístund

""

Jónína Einarsdóttir er nýr leikskólastjóri á Stakkaborg í Bólstaðarhlíð 38, Reykjavík.

Staða leikskólastjóra var auglýst til umsóknar 1. desember sl. og var umsóknarfrestur til 17. desember. Fjórir sóttu um stöðuna en Jónína Einarsdóttir varð fyrir valinu sem leikskólastjóri í Stakkaborg.

Jónína lauk B.Ed. prófi í kennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands 2001 og M.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands 2016. Hún hefur starfað í leikskóla sem deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri sl. sjö ár en hún hefur einnig reynslu af kennslu í grunnskólum sem umsjónar- og myndmenntarkennari. Hún hefur góða reynslu af stjórnun og  faglegri forystu í leikskólastarfi.