Spillivagninn í þínu hverfi

Umhverfi

""

Reykjavíkurborg vill auka flokkun og skil raftækja og spilliefna. Því hefur verið hrundið af stað tilraunaverkefni um Spillivagn, sem safnar raftækjum og spilliefnum í hverfum og gerir heimilunum auðveldara að flokka.

Spillivagninn, en það heitir bíllinn, mun á næstu mánuðum fara um hverfi borgarinnar og auðvelda íbúum að losna við smærri raftæki og spilliefni á öruggan hátt. Borgarbúar munu geta komið smærri raftækjum og spilliefnum í vagninn á ákveðnum stöðum á ákveðnum tíma, en hingað til hafa íbúar einungis getað skilað þessum úrgangsflokkum á Endurvinnslustöðvar SORPU bs. Spillivagninn er hrein viðbót við þá þjónustu.

Lögum samkvæmt er bannað að henda spilliefnum í gráu tunnuna undir blandaðan úrgang. Engu að síður má ætla að um 150 tonn af raftækjum og spilliefnum hafi farið þá leið og verið urðuð í Álfsnesi í fyrra. Raftæki sem hafa þjónað sínum tilgangi innihalda oft spilliefni, en einnig ýmis verðmæt og jafnvel sjaldgæf hráefni og jafnvel nýtanlega hluti sem æskilegt er að endurvinna og nýta í framleiðslu nýrra raftækja eða annarra hluta.

Markmið átaksins er að auka magn raftækjaúrgangs og spilliefna sem er meðhöndlaður með réttum hætti. Átakið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, SORPU bs. og Efnamóttökunnar og mun það standa frá nóvember 2018 og út maí 2019.

Markmið Spillivagnsins

Að auka magn raftækjaúrgangs og spilliefna sem er meðhöndað með réttum hætti.

Hvað hirðir Spillivagninn?

Rafhlöður og rafgeyma / ljósaperur og hitamæla / Málningu, grunna, bón, viðarvörn, lím og lökk, hreinsiefni og lífræn leysiefni / stíflueyðir / eitur; skordýra-, rottu- og illgresis/ olíu og feiti /raftæki, s.s brauðristar, vöfflujárn, hárblásara, síma, rakvélar, snúrur, spjaldtölvur, sléttujárn og ýmislegt fleira.

  • Íbúar með meira en 20 lítra eða 15 kg af slíkum af spilliefnum er beint á Endurvinnslustöðvar SORPU.
  • Raftæki mega ekki vera meira en 50 cm á kant
  • Ekki tekið við fyrirtækjaúrgangi

Áætlun Spillivagnsins fram að jólum

Árbær – þriðjudaginn 4. des. kl. 15–20 við Árbæjarlaug.

Breiðholt – þriðjudaginn 20. nóv. kl. 15–20 við Breiðholtslaug. LOKIÐ KEMUR AFTUR Í VOR

Bústaðir/Háleiti – miðvikudaginn 14. nóv. kl. 15–20 við Austurver. LOKIÐ KEMUR AFTUR Í VOR

Grafarholt/Úlfarsárdalur – miðvikudaginn 28. nóv. kl 15-20 við grenndarstöð við Þjóðhildarstíg. LOKIÐ KEMUR AFTUR Í VOR

Grafarvogur – fimmtudaginn 6. des. kl. 15–20 við Spöngina.

Hlíðar– þriðjudaginn 13. nóv. kl. 15–20 við Kjarvalsstaði. LOKIÐ KEMUR AFTUR Í VOR

Kjalarnes –fimmtudaginn 29. nóv. kl. 15–20 við grenndarstöð Vallargrund LOKIÐ KEMUR AFTUR Í VOR

Laugardalur – föstudaginn 9. nóv. kl. 15–20 við Laugardalslaug LOKIÐ KEMUR AFTUR Í VOR

Miðborg – fimmtudaginn 15. nóv. kl. 15–20 við Ráðhúsið LOKIÐ KEMUR AFTUR Í VOR

Vesturbær – mánudaginn 26. nóv. kl. 15–20 við Vesturbæjarlaug LOKIÐ KEMUR AFTUR Í VOR

Sjáumst í Spillivagninum!