Hirða úrgangs í Reykjavík hefur gengið vel, og er hirðan samkvæmt áætlun sorphirðunnar. Unnið var á aðfangadag og um helgina, 27. og 28. desember og unnið verður 30. og 31. desember í Hlíðahverfi, Grafarvogi, Miðbæ og Vesturbæ skv. sorphirðudagatali 2019.
Hirða hefst að nýju 2. janúar skv. nýju sorphirðudagatali fyrir árið 2020. Unnið verður laugardaginn 4. janúar við hirðu í Laugardal (Teigar, Lækir, Sund og Heimar og Tún).
Hvað skal gera við leifar af skoteldum?
Brunnin stjörnuljós flokkast sem málmur en leifar af skoteldum er ekki hægt að endurvinna og þarf því að farga með blönduðum úrgangi. Mælst er til þess að fólk skili skoteldaleifum sem safnast saman á endurvinnslustöðvar SORPU en setji ekki í tunnur við heimili eða við grenndarstöðvar enda eru þær ætlaðar undir endurvinnanlegan úrgang. Upplýsingar um móttökustaði Sorpu og opnunartíma er að finna hér.
Hvar er hægt að skila við jólatré?
Jólatré eru flokkuð með trjágreinum og Reykvíkingar fara með þau sjálfir á endurvinnslustöðvar SORPU þar sem hægt er losna við þau án þess að greiða förgunargjald.
Bent er á að hægt er að kaupa sérmerkta poka undir aukaúrgang sem eru seldir fimm saman á rúllu hjá N1 stöðvum í Reykjavík og í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14. Einnig er hægt að fara með úrgang á grenndar- eða endurvinnslustöðvar ef úrgangur rúmast ekki ílátum við heimili.
Takk fyrir að flokka!