No translated content text
Málþing verður haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun klukkan 12.00, föstudaginn 1. október. Yfirskrift málþingsins er Sofum betur - og er verið að hleypa af stokkunum vitundarvakningu um mikilvægi svefns. Um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landlæknisembættisins.
Undirbúningur vitundarvakningarinnar um mikilvægi svefns hefur staðið yfir frá því 2020 og hafa gögn verið skoðuð til að meta hver staðan er í mismunandi aldurshópum og þörf á aðgerðum. Í október verður lögð sérstök áhersla á skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem lagt verður upp með þema og áskorun fyrir hverja viku. Háskólar landsins verða í samstarfi í því verkefni. Góður svefn er öllum nauðsynlegur til að geta tekist á við viðfangsefni dagsins. Svefn hefur meðal annars jákvæð áhrif á ónæmiskerfið, á námsgetu og einbeitingu, hjálpar heilanum að festa upplýsingar í minni og er nauðsynlegur fyrir vöxt og þroska barna. nauðsynlegur til að geta tekist á við viðfangsefni dagsins.
Dagskrá:
Vitundarvakning um mikilvægi svefns
- Alma D. Möller, landlæknir
Áhersla á svefn í Lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar
- Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Betri svefn – betri líðan
- Erla Björnsdóttir, svefnsérfræðingur, framkvæmdastjóri Betri svefn
„Hún hefur sagt mér að vaka og vinna“ Svefn og svefnvenjur barna og ungmenna út frá niðurstöðum Rannsókna & greiningar
- Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu
Fundarstjóri: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis
Fundurinn verður einnig í beinu streymi. Linkur á streymi verður aðgengilegur hér þegar nær dregur.