Smáforritin til að greiða fyrir gjaldskyld stæði

Samgöngur

""

Nú standa þrjú greiðslu-öpp til boða til að leggja í stæði Bílastæðasjóðs í Reykjavík en eins og margir þekkja þá er alls ekki nauðsynlegt að nota stöðumæla til að greiða fyrir stæði.

Hægt er að nálgast þessi smáforrit í snjallsíma hvort sem það er iOS eða Android tæki. Greiðslukortanúmer og bílnúmer er skráð í upphafi, við notkun er valið gjaldsvæði og svo er hægt að skrá bílinn úr og í stæði eða velja tímann eftir því hvaða lausn er notuð. 

Þau öpp sem ökumenn geta valið um eru Parka.is, EasyPark og SíminnPay. Þetta er þægileg aðferð til að borga í stæði og hægt að gera inn í bílnum í stað þess að standa í kuldanum við stöðumæla.

Tengill

Bílastæðasjóður