Slökkt á umferðarljósum við Bústaðaveg-Sogaveg á þriðjudag

""

Vegna vinnu við rafveitukerfi verður slökkt á umferðarljósum við gatnamót Bústaðavegar og Sogavegar á morgun þriðjudag 30. mars á milli klukkan 9 og 14.

Vegna viðgerðar verður rafmagnslaust við Sogaveg 216-224, Byggðarenda, Litlagerði, Skógargerði og Austurgerði. Kort og nánari upplýsingar á vef Veitna um stærð svæðis sem verður rafmagnslaust og góð ráð fyrir rafmagnsleysið.