Skrúðganga frá Hallgrímskirkju

Menning og listir

Skrúðganga

Þjóðhátíðarskrúðganga mun leggja af stað kl. 13:00 frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg að hátíðarsvæðinu í Hljómskálagarði.

Tröllvaxinn leynigestur slæst í hópinn og lúðrasveit leikur undir. Einnig munu hin ýmsu félagasamtök taka þátt og glæða skrúðgönguna lífi. Götuleikhús Hins hússins mun ganga með í takt við lúðrablástur.  

Öllum er velkomið að taka þátt.