Skrekkur stekkur af stað

Skóli og frístund Menning og listir

""

Spennan er farin að byggjast upp meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskólanna í borginni, en í kvöld hefst hæfileikahátíðin Skrekkur í Borgarleikhúsinu. 

Undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikahátíðar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, fer fram dagana 4., 5. og 6. nóvember klukkan 20 í Borgarleikhúsinu. Fulltrúar átta grunnskóla í Reykjavík keppa á sviðinu  á hverju undanúrslitakvöldi með það að markmiði að komast á lokahátíðina.

Alls taka 24 grunnskólar þátt í Skrekk þetta haustið  en átta þeirra keppa til úrslita á lokahátíðinni þann 11. nóvember. Undanúrslitakvöldin verða sýnd í vefútsendingu á UngRÚV en lokahátíðin verður í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Yfir 600 unglingar taka þátt í frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu.

Dómnefnd í undanúrslitum skipa þau Greta Salóme, Donna Cruz, Ernesto Camilo, Viktor Örn og Sigfríður Björnsdóttir, formaður dómnefndar.