Skrekkur hrekkur í gang

Skóli og frístund

""

Skrekkur, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, hefst í kvöld í Borgarleikhúsinu. 

24 grunnskólar keppa að þessu sinni í Skrekki en keppt er í undanúrslitum þrjú kvöld; 7. 8. og 9. nóvember. Þar munu unglingar í 8. 9. og 10. bekk sýna sköpunarmátt sinn og hæfileika í 7 mínútna löngum atriðum, þar sem er sungið, dansað og leikið af hjartans list. Tvö lið eru valin á hverju undankvöldi til að komast áfram í úrslit, en dómnefnd velur að auki tvö lið í úrslitakeppnina. 

Úrslitakvöldinu verður sjónvarpað beint á RÚV  - sjónvarpi allra landsmanna - þann 14. nóvember.

Skrekkur er mikil lífsreynsla fyrir margan unglinginn í uppfærslu á sviðsverki og þar hafa margir stigið sín fyrstu spor á listabrautinni. Í fyrra sigraði Hagaskóli Skrekk með atriði sínu Elsku stelpur.

Meira um Skrekk.