Skrekkur fer af stað í kvöld

Skóli og frístund

""

Skrekkur, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík hefst í Borgarleikhúsinu í kvöld þegar ungir listamenn úr 8 skólum stíga á svið.

Alls munu þrjátíu og fimm fulltrúar frá hverjum skóla sýna listir sínar og flytja leik-, söng- og dansatriði sem hafa verið í undirbúningi frá því í byrjun október.



Þeir skólar sem hefja keppni árið 2013 eru Árbæjarskóli, Háaleitisskóli, Háteigsskóli, Hlíðarskóli, Langholtsskóli, Norðlingaskóli, Seljaskóli og Ölduselsskóli. Dómarar eru skipaðir fagfólki á sviði leik-, dans og tónlistar, auk fulltrúa frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.



Þeir tveir skólar sem sem fara með sigur af hólmi í kvöld taka þátt í úrslitakvöldi Skrekks sem fram fer í Borgarleikhúsinu mánudaginn 25. nóvember. Úrslitin verða sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum. 

Meira um Skrekk.