Skráning í sumarstarf hefst 25. apríl

""

Í sumar verður margvísleg afþreying og fræðsla í boði fyrir börn og unglinga. 

Finna má upplýsingar um sumarstarfið á frístundavefnum www.fristund.is, s.s. um starf frístundamiðstöðva, siglinganámskeið, sumarbúðir, íþróttanámskeið, reiðnámskeið og margt fleira sem í boði er.

Skráning
Skráning í sumarstarf frístundaheimila (sumarfrístund), sértækt félagsmiðstöðvastarf, siglinganámskeið í Siglunesi og á dýranámskeið í Húsdýragarðinum hefst miðvikudaginn 25. apríl kl. 10:00 en skráning í sumarsmiðjur fyrir börn sem eru að ljúka 5.-7. bekk hefst miðvikudaginn 16. maí kl. 10:00.

Skráning í sumarstarf á vegum Reykjavíkurborgar fer fram á vefnum http://sumar.fristund.is. Athugið að innskráning er á island.is þar sem hægt er að nota Íslykil eða Rafræn skilríki í síma.

Skráning í sumarstarf frístundaheimilanna, sértækt félagsmiðstöðvastarf og siglinga-námskeið þarf að fara fram fyrir kl. 12:00 á föstudögum eigi barn að byrja næsta mánudag á eftir. Skráning á dýranámskeið þarf að fara fram á miðvikudegi í vikunni áður en námskeið hefst. Foreldrum er bent á að skrá börn sín tímanlega þar sem námskeiðin geta verið fljót að fyllast.

Athugið að ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir fengið aðstoð við skráningu í frístundamiðstöðvum borgarinnar (helst fyrir hádegi). Ekki er hægt að skrá börn í sumarstarf Reykjavíkurborgar í gegnum síma en hægt er að fá leiðbeiningar símleiðis hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar í síma 411-1111 ef foreldrar eru við nettengda tölvu.

Skráning í sumarstarf hjá öðrum en Reykjavíkurborg fer fram hjá viðkomandi félagi/aðila.

Vinnuskólinn
Vinnuskólinn býður nemendum úr 8., 9. og 10. bekkjum grunnskóla upp á sumarstörf. Skráning í Vinnuskóla Reykjavíkur hefst 20. apríl kl. 9:00. Foreldrar þurfa að skrá sína unglinga í gegnum Rafræna Reykjavík og öllum sem skráðir eru býðst starf. Starfstímabilin verða þrjú en ekki er hægt að tryggja að allir fái það tímabil sem óskað er eftir. Nánari upplýsingar um starfið má finna á heimasíðu Vinnuskólans.

Information for parents on summer activities in English

And in Polish; Informacje o zajęciach letnich dla dzieci i młodzieży