Skráning hafin í sumarstarf frístundaheimilanna

Sumarið 2012 verður boðið upp á spennandi afþreyingu fyrir börn og unglinga á aldrinum 5 - 18 ára. Svokölluð sumarfrístund verður í boði fyrir 6 - 9 ára börn á frístundaheimilum, sumarsmiðjur verða fyrir 10 - 12 ára börn og sumaropnun verður í félagsmiðstöðvum fyrir 13 - 16 ára unglinga. 

Skráning í sumarfrístund hófst í dag. Allar upplýsingar um það sem stendur til boða í frístund undir sumarsólinni er á vefnum fristund.is  Þar má sjá hvað frístundamiðstöð hvers hverfis býður upp á; Ársel í Árbæ, Miðberg í Breiðholti, Kampur í Miðborg og Hlíðum, Frostaskjól í Vesturbæ, Gufunesbæ í Grafarvogi og Kringlumýri í Laugardal og Háaleiti. Dalskóli og Norðlingaskóli munu sjá um sumarfríustund fyrir sína nemendur.

Íþrótta- og tómstundasvið (ÍTR) býður upp á námskeið í Siglunesi (fædd 1996 - 2003) og Fjölskyldu- og húsdýragarði fyrir 10 - 12 ára (fædd 2000 - 2002). Skráning fer fram á Rafrænni Reykjavík.