Skapandi handbók fyrir foreldra

Covid-19 Skóli og frístund

""

Fatou N’dure Baboudóttir og Tinnu Björk Helgadóttir , höfundar Frístundalæsis, hafa ekki setið  auðum höndum og hafa unnið foreldrahandbók fyrir yngstu börn grunnskóla.

Í bókinni eru skemmtilegar hugmyndir að læsiseflandi smáforritum fyrir börn. Hér er gott tækifæri fyrir fjölskylduna að vinna saman að skapandi verkefnum.

Foreldrar eru hvattir til að kynna sér handbókina og nýta að vild. Þar er m.a. hægt að sækja spurningaleiki, læra að búa til útvarpsþátt, fara í hreyfimyndagerð, búa til brúðuleikhús eða skella sér í Yoga. Allt efnið miðast við börn á yngsta stigi grunnskóla þ.e. nemendum í fyrsta til fjórða bekk.

Handbók foreldra að læsiseflandi hugmyndum