Sjómannadagurinn - Hlökkum til að sjó ykkur!

Sjómannadagurinn 4. júní 2023

Það verður margt um að vera í kringum Reykjavíkurhöfn á Sjómannadaginn þann 4. júní næstkomandi. Tvö útisvið verða sett upp og fjölbreytt dagskrá í boði.

Annað sviðið er við Brim og hitt á Grandagarði. Þar stíga tónlistarmenn og leikarar á stokk kl. 13:00–16:00 og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Að auki er fjölbreytt dagskrá allan daginn og nær hátíðarsvæðið frá Hörpu að útilistaverkinu Þúfunni. Meðal þess sem boðið veður upp er sigling með varðskipinu Freyju kl. 11:00 og 16:00. Heiðrun sjómanna verður í Hörpu kl. 14:00.

Margt annað skemmtilegt verður í boði, til dæmis koddaslagur, andlitsmálning, Lalli töframaður, vöfflusala og margt fleira.

Hlökkum til að sjó ykkur!

Dagskrá

Stóra sviðið við Brim:

  • 13:00 Jón Jónsson kynnir hátíðina
  • 13:30 Gugusar
  • 13:50 Jón Jónsson
  • 14:00 BMX brós
  • 14:30 Jón Jónsson
  • 14:40 Daniil
  • 15:00 Harmonikkur
  • 15:30 Jón Jónsson
  • 15:35 GDRN
  • 16:00 GDRN og Jón Jónsson

Litla sviðið við Grandagarð:

  • 13:00 Begga og Mikki kynna hátíðina
  • 13:15 Tónafljóð
  • 13:45 Begga og Mikki
  • 13:50 Lalli tframaður
  • 14:10 Begga og Mikki
  • 14:30 Björgun á sjó
  • 15:00 Koddaslagur
  • 15:30 Jón Arnór og Baldur
  • 16:00 Begga og Mikki

Alls konar skemmtilegt á svæðinu:

  • Sigling með varðskipinu Freyju - Reglulegar siglingar milli kl. 11:00 og 16:00
  • Skrúðganga frá Hörpu kl. 12:30
  • Andlitsmálning á þremur stöðum milli kl. 13:00 og 16:00
  • Minningaröldur í Fossvogskirkjugarði kl. 10:00
  • Heiðrun sjómanna í Hörpu kl. 14:00
  • Kajakklúbburinn við Sjóminjasafnið kl. 14:00
  • Smíðaðu þinn eigin bát hjá Sjávarklasanum
  • Bryggjusprell
  • Furðufiskasýning
  • Útileikir
  • Línubrú
  • Föndur í Svaninum hjá Brim
  • Fiskisúpusmakk hjá Brim
  • Björgunarbátur til sýnis
  • Vöfflusala í Sæbjörginni
  • ...og margt, margt fleira

Hátíðarsvæðið

Kort af hátíðarsvæði Sjómannadagsins 2023.