Síðustu lóðirnar sem voru boðnar til sölu í Blesugróf hafa verið seldar og hefur borgarráð samþykkt úthlutun þeirra. Af lóðum í grónum hverfum sem Reykjavíkurborg setti í sölu er aðeins ein lóð eftir.
Lóðirnar eru samliggjandi við Blesugróf nr. 30, 32 og 34. Þær eru rúmlega 600 til 740 fermetra stórar og er viðmiðunarstærð húss á bilinu 275 – 300 fermetrar. Hver lóð bíður upp á möguleika fyrir tvær íbúðir. Verð fyrir hverja lóð var 13 milljónir króna. Kaupandi er Sýrfell ehf. og gerir eigandi þess ráð fyrir að framkvæmdir á lóðunum geti hafist innan tveggja ára.
Af þeim lóðum í grónum hverfum sem Reykjavíkurborg hefur verið með til sölu er aðeins lóð við Lambasel 38 nú í boði. (sjá nánar á lóðavef > Lausar lóðir í grónum hverfum.