Síðasta sýning Brúðubílsins í sumar

""

Brúðubílinn heimsækir Árbæjarsafn þriðjudaginn 24. júlí kl. 14 og er það síðasta sýning Brúðubílsins í sumar. Leikrit júlímánaðar heitir Hókus-Pókus og þar gerist margt skrítið og skemmtilegt.

Systurnar Bíbí og Blaka syngja upphafslagið. Dúskur mætir og í þetta skipti ramm-göldróttur og hann segir okkur líka hver það var sem skírði landið okkar Ísland. Víkingar koma siglandi á skipum sínum og eru allir syngjandi glaðir. Og auðvitað eru hrafnarnir á ferðinni og syngja um sjálfa sig.

Pylsusalinn opnar pylsuvagninn sinn, en  salan gengur nú heldur treglega í þetta skipti. Kobbi grallari er á ferðinni og þá fer auðvitað allt í vitleysu og endalausa eltingaleiki.

Pylsusalinn er brúðuleikhúsfarsi, sú tegund af brúðuleikhúsi sem hefur verið- og er leikin um alla Evrópu allt frá miðöldum.  T.d. í Kaupmannahöfn á Bakkanum allt frá árinu 1750.  Hjá  okkur á Íslandi fékk þessi grallari nafnið Meistari Jakob og voru leikrit um hann sýnd í nokkur ár hjá Leikbrúðulandi í leikhúsi kjallarans að Fríkirkjuvegi 11.

Það er ókeypis aðgangur á safnið á meðan sýningunni stendur. Árbæjarsafn er opið daglega í sumar frá kl. 10:00 – 17:00 en safnið er hluti af Borgarsögusafni: Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

“Brúðubíllinn” Iceland's most famous puppet show company at Árbær Open Air Museum

Iceland's most famous puppet show company will visit the museum on Tuesday 24 July at 14:00. Their play is called „Hókus-Pókus“, which means something like abracadabra. The sisters Bíbí and Blaka will sing a song and Dúskur will do some magic tricks and tell all about why our country is called Iceland.

Free admission during the show. Spoken language Icelandic.  Árbær Open Air Museum is open daily in the summer from 10:00 – 17:00. The museum is part of Reykjavík City Museum: One museum in five unique places.