Samúðarkveðjur borgarstjóra til Kaupmannahafnar

Ráðhúsið séð frá brúnni yfir Skothúsveg.

Samúðarkveðjur frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í Reykjavík til Sophie Hæstorp Anderson borgarstjóra í Kaupmannahöfn.

Fyrir hönd íbúa Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar votta ég innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn í gær.

Það vekur óhug að tilhæfulausar árásir af þessu tagi eigi sér stað í samfélögum sem okkar sem byggð eru á trausti og umburðarlyndi. Tengsl borganna okkar eru sérlega sterk og hugur Reykvíkinga er því hjá íbúum Kaupmannahafnar og þá sér í lagi þeim sem nú eru slasaðir eða syrgja ástvini sína. Á tímum sem þessum er sérstaklega mikilvægt að treysta þessar sterku undirstöður, samhug og samvinnu á Norðurlöndunum.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.

Kondolencer fra Dagur B. Eggertsson Reykjaviks borgmester

Kondolencer fra Dagur B. Eggertsson, Reykjaviks borgmester til Sophie Hæstorp Anderson, Københavns overborgmester.

På vegne af Reykjaviks indbyggere sender jeg min dybeste medfølelse grundet skyderiet, der fandt sted i Field's indkøbscenter i København i går.

Det er skræmmende at tænke på, at sådan nogle uhyggelige og meningsløse angreb finder sted i et samfund som vores, der baseres på tillid og tolerance. Båndet mellem vores to byer er meget stærkt, og vores tanker er derfor i høj grad med jer og særligt dem, der nu er såret, har mistet deres kære eller været vidne til det grusomme skyderi.

I situationer som denne er det særligt vigtigt at kunne stole på og samtidig styrke det stærke fundament, solidaritet og samarbejde som vi har i Norden.

Dagur B. Eggertsson, Reykjaviks borgmester