Samstarf um veflausn

Skóli og frístund

""

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, og Alma Möller landlæknir hafa undirritað samstarfssamning um vefkerfi og gátlista sem nýtast mun við innleiðingu menntastefnu Reykjavíkur.

Samningurinn felur í sér samstarf um veflausnir með gátlistum og mælikvörðum heilsuefland.is sem þróað hefur verið fyrir heilsueflandi starf. Skóla- og frístundasvið fær aðgang að þessu kerfi til að búa til vefumgjörð um gátlista við innleiðingu menntastefnu Reykjavíkurborgar. Samlegðaráhrif felast í því að margar starfsstöðvar nota sama kerfi, en aðgreint, til að fylgjast með framgangi í heilsueflandi skóla annars vegar og/eða framgangi við innleiðingu menntastefnunnar hins vegar. Einfaldar þetta viðmót þjónustuþegum að fylgjast með framgangi stefnumiða og hvetur þá jafnframt til að nýta báða hluta vefkerfisins. Auk þess byggja markmið menntastefnunnar og heilsueflandi skóla að hluta til á sömu stoðum, líkamlegri og andlegri velferð barna í borginni en í menntastefnu eru fimm grundvallarþættir: félagsfærni, sjálfseflingu, læsi, sköpun og heilbrigði.