
- Lýsingu á hugmynd, efnisvali og búnaði eftir því sem við á.
- Skissum/teikningum af verki.
- Fjárhagsáætlun sem tekur til helstu verkþátta og kostnaðarliða.
- Tímaplani og verkáætlun.
- Ólafur Elíasson, listamaður
- Atli Bollason, listamaður
- Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri
Með afhendingu á tillögu í samkeppni telst þátttakandi samþykkja dómnefnd og keppnisgögn og að hann muni virða niðurstöðu dómnefndar. Farið verður með öll gögn sem trúnaðarmál. Dómnefndin áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum.
Tillögum skal skilað í lokuðu umslagi merkt „Vetrarhátíð“ í afgreiðslu Hörpu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík ellegar rafrænt á edda@harpa.is. Í umslaginu skal vera annað lokað umslag merkt dulnefni en inni í því skal rétt nafn höfundar, heimilisfang, tölvupóstfang og símanúmer koma fram. Sé tillögum skilað rafrænt skal fylgja skrá sem heitir dulnefninu og sömu upplýsingar koma þar fram. Miðað er við að dómnefnd skili niðurstöðum 10. janúar 2016 og að tilkynnt verði um úrslit stuttu síðar.
Samkeppnin er opin öllum, þar á meðal hönnuðum, arkitektum, myndlistarmönnum, tónlistarmönnum, ljósamönnum, rafmagnsverkfræðingum, forriturum eða öðrum þeim sem vinna með ljós, gagnvirkni og/eða list í einhverju formi. Hvatt er til samstarfs milli ólíkra aðila og/eða listgreina. Miðað er við að höfundur/höfundar tillögu sem dómnefnd velur til útfærslu verði ráðinn til verksins.
Verðlaunaféð er 200.000. Greitt er fyrir þá tillögu sem valin verður. Auk þess verður gerður samningur við vinningshafa um framkvæmd hugmyndarinnar.
Sem verkkaupi mun Harpa, Stúdíó Ólafs Elíassonar og Höfuðborgarstofa kynna vinningstillöguna í fjölmiðlum þar sem höfundar verður getið og samstarfsfólk hans. Verkkaupi mun öðlast sýningarrétt af verðlaunaðri tillögu í 18 mánuði frá frumsýningardegi. Þar að auki má verkkaupi nýta verkefnið í kynningu á starfsemi sinni svo framarlega sem verkefnið er ekki slitið úr listrænu samhengi.
Nánari upplýsingar
Með verkefninu er leitast við að skapa vettvang þar sem íbúar borgarinnar fá að bregðast við Hörpu - einu helsta kennileiti borgarinnar - á nýjan hátt með stafrænni og gagnvirkri list. Í borg sem býr við vetrarmyrkur stóran hluta ársins er enn fremur mikilvægt að íbúarnir geti sameinast í gegnum ljósið og að möguleikar þess séu kannaðir til hins ítrasta.