Rúmlega 1.600 börn fá boð um leikskólapláss í haust

Skóli og frístund

""

Foreldrar hátt í 1.400 barna fædd á árunum 2016 og 2017 hafa fengið boð um leikskólagöngu í haust. 

 Á næstu dögum fá 200 börn til viðbótar boð um vistun eða öll börn sem verða orðin 18 mánaða gömul 1. september. 

Innritun í leikskólana hófst 24. apríl síðastliðinn og var byrjað að innrita þau börn sem fædd eru á árinu 2016 og verða tveggja ára á þessu ári. Innritað var eftir kennitölu, elstu börnin fyrst. Þegar öllum börnum fæddum á árinu 2016 hafði verið boðin leikskóladvöl hófst innritun barna sem fædd eru á árinu 2017.

Almennir leikskólar geta innritað börn sem eru fædd í febrúar 2017 eða fyrr, þar sem pláss og mannafli leyfir. Tíu leikskólar með ungbarnadeildir og nægan mannafla geta innritað yngri börn eða þau sem eru fædd í mars og apríl á árinu 2017 og er sú innritun hafin.