Reykvísk ungmenni á norskri ráðstefnu

Skóli og frístund

Reykjavíkurráð ungmenna á ráðstefnu í Noregi

Reykjavíkurráð ungmenna tók þátt í landsráðstefnu ungmennaráða í Noregi (Ungdomskonferansen) í lok ágúst. Að þessu sinni fór ráðstefnan sem haldin er á tveggja ára fresti fram í bænum Mosjøen.

Fjölluðu um unglingalýðræði í Reykjavík

Reykjavíkurráð ungmenna hélt erindi á ráðstefnunni undir yfirskriftinni „Hvernig getum við bætt samstarf milli unglinga, ungmennaráða, félagsmiðstöðva og stjórnmálamanna?“. Erindið fjallar meðal annars um fyrirkomulag ungmennaráða og félagsmiðstöðva í Reykjavík og stóðu fyrir umræðum um hvernig sveitarfélög geti stutt sem best við starf ungmennaráða og félagsmiðstöðva með tillit til unglingalýðræðis.

Kynntu sér verkefni sem hefur hlotið mikla athygli í Noregi

Þau fylgdust einnig með öðrum erindum á ráðstefnunni sem fjölluðu um unglingalýðræði. Þar á meðal um hið svokallað „MosjøModellen“ sem hefur vakið athygli um allan Noreg fyrir skýra og myndræna framsetningu á aðkomu ungmenna að málefnum sem þau varðar í sveitarfélaginu og hvernig samstarfi þeirra við ráðamenn er háttað.

Fulltrúar beggja ungmennaráðanna funduðu svo með bæjarstjóra og varabæjarstjóra Mosjøen og báru undir þau hugmyndir um næstu skref í samstarfi ráðanna tveggja. í því samtali var ákveðið að búa til handrit eða leiðarvísir að skilvirku og skýru samstarfi ungmenna og ráðamanna um málefni er þau varða. Vonin er að slíkt handrit muni tryggja betur aðkomu ungmenna að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar um málefni er þau varðar.

Erasmus+ áætlunin styrkti verkefnið og gerði það að veruleika.

Myndasafn