Reykjavíkurborg valin í alþjóðlega keppni

Umhverfi

""

Reykjavík hefur verið valin til að taka þátt í alþjóðlegri keppni samtakanna WWF sem ber nafnið „We Love Cities“, eða „Við elskum borgir“. Markmiðið með herferðinni er að hvetja íbúa til að segja frá jákvæðum hliðum borgarlífsins og vekja athygli á sjálfbærri borgarþróun.

Þeir sem vilja styðja við Reykjavík ættu endilega að nota eftirfarandi myllumerki á samfélagsmiðlum, #welovereykjavik og greina í leiðinni frá því hvað það er sem þeir elska við borgina. Á vef verkefnisins er líka hægt að kjósa Reykjavíkurborg.

Reykjavíkurborg var tilnefnd meðal annars vegna þess að borgin stefnir að kolefnishlutleysi árið 2040. Einnig eru nefndar fleiri ástæður eins og þétting byggðar og fækkun bensínstöðva.

Alls taka 54 borgir frá 26 löndum þátt en hér má lesa meira um þátttökuborgirnar og verkefnið í heild sinni. Keppnin stendur yfir til 11. október.