Reykjavíkurborg styrkir Reykjavíkurakademíuna

""

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri, og Svandís N. Jónsdóttir hjá Reykjavíkurakademíunni undirrituðu í gær styrktarsamning milli Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurakademíunnar (RAses) í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Samningurinn felur í sér að Reykjavíkurborg styrkir starf RAses, rannsóknarstofnunar og nýsköpunarseturs í menningar-, hug-, og félagsvísindum, sem á móti veitir Reykjavíkurborg ráðgjöf og sérfræðiaðstoð um einstök verkefni á þeim sviðum sem Rases leggur sérstaka áherslu á og endurspeglar sérþekkingu innan hennar. Styrkurinn nemur tveimur milljónum króna sem á að nýtast í að auðga fræða- og menningarstarf og að standa fyrir uppbyggingu sjálfstæðs menningar- og fræðasamfélags í Reykjavík.