Reykjavíkurborg styður Skáksamband Íslands

Stjórnsýsla Fjármál

""

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Reykjavíkurborg styður Reykjavíkurskákmót næstu ára og leggur einnig til húsnæði fyrir Evrópumót skáklandsliða sem haldið verður í Reykjavík 2015.

Reykjavíkurborg mun styrkja EM 2015 með endurgjaldslausum afnotum af húsnæði Íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal. Mótið hérlendis verður kynning fyrir Reykjavík og mun Skáksamband Íslands kynna borgina sem best í aðdraganda mótsins.  Sérstök samstarfsnefnd verður komið á laggirnar vegna þessa viðburðar.



Þá styrkir Reykjavíkurborg árleg Reykjavíkurskákmót til ársins 2017 og nemur heildarfjárhæð stuðningsins tæplega 11,5 milljónum króna.