Reykjavík er Sumarborgin
Sumarborgin er að lifna við í samvinnu við listafólk og hönnuði, plötusnúða og tónlistarfólk, leikhúsfólk og sirkuslistamenn svo eitthvað sé nefnt.
Sumarborgin er samstarfsverkefni með það að markmiði að efla mannlíf og menningu og styðja þannig við fyrirtæki; verslun, veitingastaði og aðra þjónustu í miðborginni.
Hvergi á landinu er eins mikið af veitingastöðum, verslunum, menningu og annarri þjónustu á einum og sama staðnum eins og í miðborg Reykjavíkur og verður margt skemmtilegt um að vera í tengslum við verkefnið í sumar.
Yfir 60 verkefni, listafólks, rekstraraðila og viðburðahaldara fengu styrk úr viðburðapotti Sumarborgarinnar og búið er að skipuleggja hátt í 200 viðburði gestum miðborgarinnar að kostnaðarlausu í allt sumar. Hægt verður að dansa, ganga, hlusta á tónlist, sinna umhverfinu, fræðast og skemmta sér.
Ný almenningssvæði hafa litið dagsins ljós eins og torgið við Tryggvagötu sem efla mannlíf og félagslega sjálfbærni í miðborginni. Ný götugögn hafa birst í umhverfinu og má þar m.a. nefna rólur við Hallgrímskirkju, tollkolla í Tryggvagötu og sólstóla á Austurvelli ásamt aukinni setaðstöðu víða um miðborgina
Rekstraraðilar eru farnir að færa sig út undir bert loft og skapa þannig aukin dvalarsvæði í miðborginni og mannlífið blómstrar.
Kynnið ykkur fjölbreytta dagskrá sumarborgarinnar.