Réttarholtsskóli sigraði Skrekk

Menning og listir Skóli og frístund

Sigurvegarar Skrekks 2022 fagna á sviðinu.

Réttarholtsskóli bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Siguratriðið ber nafnið Þetta unga fólk og er gagnrýni á hvernig hinir eldri líta niður til unglingamenningar. Í öðru sæti var Fellaskóli með atriðið Efra Breiðholt  og í þriðja sæti var Seljaskóli með atriðið Yndislegt líf. Öll atriðin má sjá á síðu UngRÚV.

Í ár tóku 24  skól­ar og 630 unglingar þátt í undanúrslitum og komust átta skólar áfram í úrslitin.

  1. Árbæjarskóli, Svið lífsins
  2. Sæmundarskóli, Af hverju ég?
  3. Seljaskóli, Yndislegt líf
  4. Réttarholtsskóli, Þetta unga fólk
  5. Fellaskóli, Efra Breiðholt
  6. Hagaskóli, Gleym mér ey
  7. Langholtsskóli, Hin fullkomna þjóð
  8. Austurbæjarskóli, Kemur í ljós

Atriðin í ár fjölluðu um sjálfs­mynd ung­linga, áhrif samfélagsmiðla, tónlistar- og danssögu, missi, einelti, andlega erfiðleika, upplifun ungmenna af erlendum uppruna, mikilvægi þess að njóta lífsins og hafa gaman, ádeilu á íslenskt samfélag, heimilisofbeldi og ástarsögur. Unglingarnir semja atriðin og nýta allar sviðslistir í þau auk þess sem þau sjá um  búninga, förðun, hár, ljós, hljóð og nú í fyrsta skipti í Skrekk, skjávarpa.

Skrekkur er risastórt samstarfsverkefni grunnskóla og félagsmiðstöðva Reykjavíkur og RÚV.

Ljósmyndari: Anton Bjarni

Myndir frá úrslitakvöldinu