Rafrænir reikningar spara vinnu og eru umhverfisvænir

Stjórnsýsla Fjármál

""

Reykjavíkurborg vinnur að því að taka upp samevrópskan staðal fyrir rafræn reikningsviðskipti EN16931.

Reykjavíkurborg ásamt nokkrum sveitarfélögum og stofnunum tekur þátt í samstarfsverkefninu ICELAND-INV18 undir forystu Unimaze sem styrkt er af Evrópusambandinu. Verkefnið snýst um innleiðingu á nýjum samevrópskum staðli fyrir rafræn reikningsviðskipti EN16931, svo kallað „evrópskt norm“ samkvæmt tilskipun 2014/55/EU.

Sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar þurfa að hafa tekið upp þennan staðal 18. apríl 2020. Markmiðið með staðlinum er að allir aðilar geti sent rafræn viðskiptaskeyti sín á milli óháð landamærum og án tæknilegra hindrana. Staðallinn gefur fyrirheit um aukna sjálfvirkni í bókun reikninga, m.a. þar sem allir reikningar koma til með að innihalda annað hvort pantananúmer eða tilvísunarnúmer frá kaupanda.

Um 70% reikninga sem Reykjavíkurborg fær berast nú þegar rafrænt og er mikill vinnusparnaður af notkun þeirra auk þess sem þeir eru umhverfisvænir og falla því vel að grænum skrefum borgarinnar.

Í kjölfar innleiðingar staðalsins verður fylgt eftir fyrri ákvörðunum um að einungis verður tekið við rafrænum reikningum vegna vöru og þjónustukaupa.

 

Nánari upplýsingar um verkefnið 

 

 

 

- Innihald þessarar greinar er alfarið á ábyrgð Reykjavíkurborgar og endurspeglar ekki endilega skoðanir Evrópusambandsins.