Rafræn skráning byggingarstjóra og iðnmeistara

Framkvæmdir Skipulagsmál

Stefnt er að því að umsókn um byggingarleyfi verði alfarið orðin rafræn fyrir lok þessa árs. Arctic Images/Ragnar Th.
Hús og byggingakranar í miðborg Reykjavíkur.

Nú er hægt að skrá byggingastjóra og iðnmeistara rafrænt á vef Reykjavíkurborgar. Þetta er fyrsti hluti vegferðar Reykjavíkurborgar að rafrænum byggingarleyfisumsóknum.

Skráningin fer fram á Mínum síðum, þar eru skjölin fyllt út og loks undirrituð rafrænt. Upplýsingar eru sóttar úr réttindagátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þannig að einungis er hægt að skrá einstaklinga með viðeigandi réttindi byggingarstjóra og iðnmeistara.

Ef breytingar verða á byggingarstjórum eða iðnmeisturum, þarf enn sem komið er að tilkynna það á pappír. Unnið er að því að gera þessa skráningu líka rafræna.

Stefnt er að því að umsókn um byggingarleyfi verði alfarið orðin rafræn fyrir lok þessa árs.