Pönkuð kvöldganga

Menning og listir

""

Íslenskt pönk er umfjöllunarefni kvöldgöngu sem Unnur María Bergsveinsdóttir sagnfræðingur mun leiða um miðborgina fimmtudagskvöldið 2. ágúst. Lagt verður af stað úr Grófinni milli Tryggvagötu 15 og 17 klukkan átta að kvöldi.

Það tók pönkið tíma að ná að festa rætur á Íslandi en þegar það loks gerðist fór allt af stað! Pönkið hafði varanleg áhrif á bæði íslenska tónlist og íslenskt samfélag.

Rölt verður um miðborgina annan ágúst nk., fornar pönkslóðir heimsóttar og sagan rakin af því hvernig pönkið barst til Íslands, hverskonar Reykjavík það skaut rótum í og hver áhrif þess voru.

Gangan tekur um það bil eina og hálfa klukkustund og hentar öllum. Leiðsögnin fer fram á íslensku.

Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Viðburðurinn á Facebook