Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar efnir til hvatningarverðlauna fyrir framúrskarandi leikskólastarf í borginni þar sem öll geta tilnefnt. Markmiðið er að vekja athygli á því gróskumikla leikskólastarfi sem fram fer á vegum Reykjavíkurborgar. Hægt er að tilnefna til 15. desember.
Á verkefni í þínum leikskóla skilið hrós? Eða veistu um verkefni sem á skilið að fá hrós og hvatningu?
Verðlaunin eiga að veita starfsfólki jákvæða hvatningu og stuðla að nýbreytni og þróunarstarfi. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir vel unnið verk í þágu barna og foreldra og staðfesting þess að starfið sé fyrirmynd annarra á því sviði sem um ræðir.
Viltu hvetja til góðra verka?
- Viltu vekja athygli á gróskumiklu skóla- og frístundastarfi í borginni?
- Veistu af metnaðarfullu þróunarverkefni, skemmtilegum tilraunum, áhugaverðum samstarfsverkefnum í leikskóla, grunnskóla eða frístundastarfi?
- Viltu veita fólkinu sem vinnur með börnum í skóla- og frístundastarfi viðurkenningu og hvatningu?
- Viltu vekja athygli á gróskumiklu skóla- og frístundastarfi í borginni?
- Veistu af metnaðarfullu þróunarverkefni, skemmtilegum tilraunum, áhugaverðum samstarfsverkefnum í leikskóla, grunnskóla eða frístundastarfi?
- Viltu veita fólkinu sem vinnur með börnum í skóla- og frístundastarfi viðurkenningu og hvatningu?
Öll geta tilnefnt til hvatningarverðlaunanna
Öll geta tilnefnt til hvatningarverðlauna; foreldrar, ömmur og afar, starfsfólk SFS, aðrir borgarstarfsmenn, leikskólar, grunnskólar, frístundamiðstöðvar, aðrar stofnanir og samtök. Við val á verðlaunahöfum verður haft til hliðsjónar að verkefnið sé öðrum til eftirbreytni og hvatning til góðra verka. Tilnefna má nýbreytni- og þróunarverkefni um hvaðeina í skóla- og frístundastarfi á vegum Reykjavíkurborgar, verkefni hópa eða einstaklinga er átt hafa frumkvæði.
Opið er fyrir tilnefningar til 15. desember - Smelltu hér til að tilnefna.