Orkupoki dagsetningunni 06.2017 innkallaður

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""
Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vill vekja athygli neytenda á að Aðföng tóku úr sölu og innkölluðu fyrr í sumar Bónus Orkupoka með best fyrir dagsetningunni 06.2017 vegna þess að aðskotahlutir greindust í vörunni. 
Efni: Aðföng hafa innkallað Bónus Orkupoka vegna aðskotahluta.
Að gefnu tilefni vekur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur athygli á að Aðföng tóku úr sölu og innkölluðu fyrr í sumar Bónus Orkupoka með best fyrir dagsetningunni 06.2017 vegna þess að aðskotahlutir greindust í vörunni. Mikilvægt er að kanna hvort slíkur poki er á heimilinu en hægt er að skila henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Bónus.
Vöruheiti: Orkupoki.
Strikanúmer: 5694110033598.
Nettómagn: 300 g
Best fyrir: 06.2017.
Dreifing: Verslanir Bónus um land allt frá því í maí 2016 fram til 19. júní 2016.
 
Viðskiptavinum Bónus sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530 5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori@adfong.is.