Opnunarhátíð Listahátíðar Reykjavíkur 2022
Opnunarhátíð Listahátíðar í Reykjavík verður haldin á Austurvelli í dag klukkan 17.00 þar sem hollenski listhópurinn Close-Act Theatre verður í aðalhlutverki. Hávaxnar undraverur og glaðværir trommuleikarar slá tóninn. Um er að ræða viðburð á heimsmælikvarða.
Listahátíð í Reykjavík er einn þeirra viðburða sem gera Reykjavík að borg meðal borga. Hryggjarstykki í menningarlífinu sem geiri Reykjavík skemmtilegri fjölskrúðugri og litríkari.
Hátíðin hófst þann 1. júní sl. og stendur til 19. júní nk. fer fram í hefðbundnum og óhefðbundnum rýmum um alla borg og teygir sig jafnframt út fyrir borgarmörkin.
Listahátíð í Reykjavík hefur verið leiðandi afl í íslensku menningarlífi frá stofnun árið 1970. Hún var tvíæringur frá upphafi en á árunum 2005-2016 var hún haldin árlega. Frá árinu 2016 er hátíðin aftur orðin að tvíæringi.
Dagskrá hátíðarinnar í ár er fjölbreytt og teygir sig um alla borg og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.