Opnað fyrir umferð í Lækjargötu

Lækjargata

Afnotaleyfi til að þrengja að umferð við Lækjargötu og Vonarstræti vegna framkvæmda við byggingu hótels er runnið út og verktaki opnaði svæðið, núna eftir hádegi 16. júní. Gatan hefur verið malbikuð og svæðið frágengið.

Á lóðinni Lækjargötu 12 stóð Íslandsbanki sem var rifinn og í stað hans hefur nú verið reist Hótel Reykjavík Saga.