Opnað fyrir styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fyrir fatlað fólk

Velferð Mannréttindi

""

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til náms-, verkfæra og tækjakaupa fyrir fatlað fólk. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Reykjavíkurborgar en umsóknarfrestur er til 18. október.

Úthlutun styrkja samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar fer fram einu sinni á ári og taka úthlutanir mið af fjölda umsókna hverju sinni. Að jafnaði getur samþykktur styrkur til umsækjanda verið að hámarki 60.000 krónur í hverri úthlutun.

Um er að ræða eftirtalda styrki:

  • Námsstyrki til greiðslu útlagðs kostnaðar vegna námskeiðs- og skólagjalda og námsgagna, að tölvu undanskilinni. Námsstyrki má veita árlega ef sýnt er fram á gildi námsins fyrir viðkomandi einstakling og fyrir liggur staðfesting um góða námsástundun og áætluð námslok.
  • Styrki til verkfæra- og tækjakaupa eða aðra fyrirgreiðslu vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi að endurhæfingu lokinni.

Smelltu hér til að sækja um styrk.