Óperudagar hefjast á morgun 23. nóvember og standa til 3. nóvember. Markmiðið með hátíðinni er að standa fyrir vönduðum og fjölbreyttum viðburðum á venjulegum og óvenjulegum stöðum.
Óperudagar er hátíð og vettvangur klassískra söngvara og þeirra samstarfsfólks sem vilja í sameiningu og samstarfi efla og styrkja óperu-, söng- og tónlistarleikhússenuna á Íslandi. Óperudagar er ein af Borgarhátíðum Reykjavíkurborgar frá 2023-2025.
Óperudagar stuðla að nýsköpun og tilraunum þar sem lögð er áhersla á að efla starfsgrundvöll söngvara og samstarfsfólks, kallað er eftir innlendu og alþjóðlegu samstarfi og tekið vel á móti nýjum og gömlum áhorfendahópum. Lögð er áhersla á samstarf, samvinnu og samfélagslegan fókus.
Yfirskrift Óperudaga í ár er Hræringar og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Kynnið ykkur dagskrá Óperudaga