Óbreytt laun frá í fyrra í Vinnuskóla Reykjavíkur

Umhverfi

Nemendur að störfum í Vinnuskóla Reykjavíkur.

Laun nemenda Vinnuskóla Reykavíkur verða óbreytt frá því í fyrra. Síðasta sumar var taxtinn hækkaður um 7% á milli ára. Tímakaup nemenda í 8. bekk er 711 krónur, 9. bekk 947 krónur og 10. bekk 1.184 krónur. Ríflega 3.000 nemendur eru skráðir í Vinnuskólann í sumar.

Þetta þýðir að heildarlaun 8. bekkinga verða 44.002 krónur, 9. bekkinga 117.216 krónur og 10. bekkinga 138.470 krónur.

Laun Vinnuskólans í Reykjavík 2023

Árgangur Fjöldi Tímar (klst)

Tímakaup (kr)

Með orlofi og gjöldum (kr)

Heildarlaun á nemanda (kr)

Alls (kr)
8. bekkur 1268 52,5 711 838 44.002 55.795.000
9. bekkur 1066 105 947 1.116 117.216 124.952.115
10. bekkur 725 105 1.184 1.319 138.470 100.390.707
            = 281.137.822

 

Ástæða þess að launataxtinn lá ekki fyrir fyrr en nú er að þetta var ekki inni í fjárhagsáætlun. Veitt var viðbótarfjárheimild vegna launahækkunarinnar í fyrra en hækkunin hefur ekki verið færð inn í ramma sviðsins.

Umsóknum nemenda í Vinnuskólann fjölgar hratt á síðustu dögum áður en skólinn hefst þó svo umsóknarfrestur sé 15. maí.  Vinnuskólinn tekur við öllum nemendum sem sækja um, engum er hafnað þó svo umsóknarfrestur sé liðinn.  Áætlun um fjölda nemenda og þörf fyrir auknar fjárheimildir lá því ekki fyrir fyrr en við upphaf skólans. Borgarráð samþykkti þær 95 milljónir sem upp á vantaði fyrir laununum á fundi sínum í morgun.