Nýsköpun í loftslagsmálum

Velferð Umhverfi

Loftmynd af Reykjavík frá Sæbraut.

Reykjavík Climathon 2018 verður haldið í annað sinn í Reykjavík 26. október nk. Loftslagsmaraþon er sólarhringsáskorun um nýsköpun í loftslagsmálum sem haldin er samtímis í 110 borgum í öllum heimsálfum.

Viðburðurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Matís við Vínlandsleið 12 og hefst klukkan  09:00 og stendur fram á laugardagsmorgun.

Climathon snýst ekki aðeins um loftslagsbreytingar heldur einnig um innblástur í gegnum nýsköpun. Í gegnum hakkaþon fá þátttakendur tækifæri til að upplifa hvernig hugmynd verður að veruleika, hvernig tengslanet myndast og þeir fá æfingu í því að kynna hugmyndir fyrir dómnefnd. Hagsmunaaðilar geta tekið þátt og séð hvernig þeir eiga samleið með Reykjavík og verið um leið hluti af alþjóðlegri hreyfingu.

Hér á Íslandi er viðburðurinn skipulagður af Reykjavíkurborg og Matís ohf. í samvinnu við EIT Climate KIC evrópskri þekkingarmiðstöð sem vinnur að kolefnislausu hagkerfi.

Áskorun Climathon 2018 skiptist í þrjá hluta:

 

-          Hvernig er hægt að gera ferðaþjónustu í Reykjavík sjálfbærari og vistvænni?

-          Hvernig er hægt að gera meðferð og nýtingu matvæla í Reykjavík sjálfbærari?

-          Hvernig er hægt að efla hringrásarhugsun og hringrásarhagkerfi í samfélagi okkar? 

Í því felst t.d. að endurvinna og endurnýta hluti frekar en að farga þeim.

 

Þátttakendum verður skipað í teymi eftir áhugasviðum þeirra og verða sérfræðingar

til aðstoðar. Það verður rafmagnað andrúmsloft, vinnustofur, hópumræður og óvæntar uppákomur. Í lokin þurfa þátttakendur að kynna hugmyndir sínar að lausnum í loftslagsmálum fyrir dómnefnd og veitt verða verðlaun fyrir bestu hugmyndina.

Boðið verður upp á hollan og næringarríkan mat.

Viðburðurinn er opinn öllum sem láta sig loftslagsmál varða. Skráningu lýkur 25. október.