Nýr meirihluti í borgarstjórn kynntur í Elliðaárdal | Reykjavíkurborg

Nýr meirihluti í borgarstjórn kynntur í Elliðaárdal

miðvikudagur, 11. júní 2014

Nýr meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata kynnti meirihlutasamstarf sitt í borgarstjórn á fundi í Elliðaárdal í dag.

  • Nýr meirihluti sem tekur við 16. júní næstkomandi.
    Nýr meirihluti sem tekur við 16. júní næstkomandi.
  • Fjölmiðlar á kynningafundi nýs meirihluta í Elliðaárdal.
    Fjölmiðlar á kynningafundi nýs meirihluta í Elliðaárdal.

Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, Sigurður Björn Blöndal, Bjartri Framtíð, Sóley Tómasdóttir, Vinstri Grænum og Halldór Auðar Svansson, Pírötum kynntu samstarfssáttmálann sem flokkarnir hafa gert með sér fyrir komandi kjörtímabil.

Farið var yfir helstu atriði samstarfssáttmála flokkanna. Í upphafsorðum sáttmálans segir:
„Við sem myndum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur komum úr ólíkum áttum en stefnum nú að sama markmiði. Með hreinskilni og heiðarleika að leiðarljósi ætlum við að læra hvert af öðru og mynda heild sem er auðugri en summa okkar samanlögð.“
 
Þá var greint frá verkaskiptingu og formennsku í helstu ráðum og nefndum:

Borgarstjóri: Dagur B. Eggertsson

Formaður borgarráðs: S. Björn Blöndal

Forseti borgarstjórnar: Sóley Tómasdóttir

Formaður stjórnkerfis- og lýðræðisnefndar: Halldór Auðar Svansson

 

Formennska í öðrum helstu nefndum skiptist þannig:

Skóla- og frístundaráð: Skúli Helgason

Velferðarráð: Björk Vilhelmsdóttir fyrsta árið og Ilmur Kristjánsdóttir tekur við að ári liðnu.

Umhverfis- og skipulagsráð: Hjálmar Sveinsson

Mannréttindaráð: Líf Magneudóttir

Menningar- og ferðamálaráð: Elsa Yeoman

Íþrótta- og tómstundaráð: Þórgnýr Thoroddsen

SAMSTARFSSÁTTMÁLI - Við myndun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur 2014-2018

Ný borgarstjórn tekur við á borgarstjórnarfundi sem haldinn verður 16. júní nk.