Nýr hugbúnaður í loftgæðastöðvum | Reykjavíkurborg

Nýr hugbúnaður í loftgæðastöðvum

föstudagur, 9. nóvember 2018

Nú er unnið að því að setja upp nýjan hugbúnað í loftgæðastöðvum og því birtast gögn ekki frá þessum stöðvum í nokkra daga. Heilbrigðiseftirlitið fylgist samt áfram með gögnum og mun senda út tilkynningar ef þurfa þykir.

  • Myndin sýnir slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryksmengunar sem tengist bílaumferð.
    Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryksmengunar sem tengist bílaumferð. Alltaf er unnið að því að bæta mælingar og nú er verið að setja upp nýjan hugbúnað í mælistöðvum. Íbúar geta m.a. dregið úr mengun með því að nota ekki nagladekk undir bíla og skilja bílinn oftar eftir heima sérstaklega á dögum þegar miklar veðurstillur eru.

Unnið er að uppsetningu á nýjum hugbúnaði í Farstöð I sem skráð er við Hringbraut og í loftgæðastöðvum Umhverfisstofnunar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (FHG) og á Grensásvegi. Gögn munu því ekki birtast frá þessum þremur stöðvum næstu daga.

Heilbrigðiseftirlitið fylgist þó með gögnum og gefur út tilkynningar ef þurfa þykir.