Nýr hugbúnaður í loftgæðastöðvum

Heilbrigðiseftirlit Umhverfi

""

Nú er unnið að því að setja upp nýjan hugbúnað í loftgæðastöðvum og því birtast gögn ekki frá þessum stöðvum í nokkra daga. Heilbrigðiseftirlitið fylgist samt áfram með gögnum og mun senda út tilkynningar ef þurfa þykir.

Unnið er að uppsetningu á nýjum hugbúnaði í Farstöð I sem skráð er við Hringbraut og í loftgæðastöðvum Umhverfisstofnunar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (FHG) og á Grensásvegi. Gögn munu því ekki birtast frá þessum þremur stöðvum næstu daga.

Heilbrigðiseftirlitið fylgist þó með gögnum og gefur út tilkynningar ef þurfa þykir.