Nýr framkvæmdastjóri Ársels frístundamiðstöðvar | Reykjavíkurborg

Nýr framkvæmdastjóri Ársels frístundamiðstöðvar

fimmtudagur, 7. júní 2018

Árni Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Ársels.

 

 

 


 

  • Árni Jónsson. Mynd: Kristinn Ingvarsson
    Árni Jónsson. Mynd: Kristinn Ingvarsson

Árni hefur lokið MBA gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og er félags- og uppeldisfræðingur frá Köbenhavns pædagogseminarium.

Hann hefur starfað m.a. sem deildarstjóri unglingastarfs Tónabæjar, forstöðumaður frístundamiðstöðvanna Tónabæjar og Kamps, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar, framkvæmdastjóri íþróttafélagsins Fylkis og nú síðast sem forstöðumaður Árbæjar- og Grafarvogslaugar.

Átta umsækjendur voru um stöðu framkvæmdastjóra frístundamiðstöðvarinnar Ársels en einn dró umsókn sína tilbaka.  Umsóknarfrestur rann út 29. apríl sl.